Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 42
34 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ örn Clausen í kringlukastinu. Til að spara tíma var fyrri flokkurinn (14 keppendur) látinn byrja á spjótkast- inu strax og hann hafði lokið sér af í stangarstökkinu. Og að því loknu voru keppendur svo strax látnir hlaupa 1500 metrana. Þetta hafði þær afleiðingar að sumir keppenda voru búnir með alla þrautina þegar aðrir áttu eftir tvær gr. 1 fyrri flokknum stökk Mondschein hæst 3,50 m.. en Simmons og Adamc- zyk stukku báðir 3,40 m. Lægst stökk Recordon, Chile 2,80 m. 1 síðari flokknum, en þar hófst keppni ekki fyrr en um sex leytið, var byrjun- arhæðin 2,60 m. Síðan var hækkað í 2,80, 2,90 og 3 m. Okkur til mikillar á- nægju fór Örn yfir allar þessar hæðir í fyrsta stökki. 3,10 felldi hann hinsveg- ar við fyrstu tilraun og var það að von- um, því þá hæð hefir hann aldrei stokk- ið hér heima. En Örn var alls ekki af baki dottinn, því i næsta stökki þrælaði hann sér yfir, kom að vísu við rána svo hún- hoppaði á okunum, en féll þó ekki og það er aðalatriðið. Nú bjóst maður við því að hann léti sér þetta nægja og reyndi ekki hærra, enda voru aðstæður slæmar, ringingarsúld og bleyta og svo stöngin hál. En Örn var á öðru máli, hann hóf atrennuna og skellti sér yfir rána án þess að koma við hana. Það ótrúlega hafði skeð. Örn hafði stokkið 3,20 m. í fyrsta stökki. Nú var hækkað í 3,30 m. svipaða hæð og íslandsmetið var á síðustu Olympíuleikum. Og enn ætlaði Örn að reyna. Okkur fór nú ekki að verða um sel, því það gat verið nokk- uð tvíeggjað að ætla sér um of í þessari grein, fyrir aðeins 38 stig. ,Eg mundi ekki reyna hærra, sagði ég við sessu- naut minn.“ Því trúi ég vel sagði hann, því þú varst nú , aldrei neinn stangar- stökkvari.“ Eg varð að játa þá stað- reynd, en kvaðst hafa meint í Arnar sporum, þvi að hann átti eftir tvær greinar og það hefði verið leiðinlegt ef hann hefði meitt sig svo að hann gæti ekki lokið þrautinni. Því miður hafði ég orðið nokkuð sannspár því Örn rann í uppstökkinu og kastaðist út í gryfjuna. Sem betur fór meiddi hann sig ekki að ráði, en reif sig þó með gaddskónum í annað hnéð. Hætti hann því við svo búið og þótti okkur hann hafa gert það gott. Fyrir þetta afrek 3,20 m. hlaut Örn 575 stig og hafði því alls hlotið 5585 fyrir 8 greinar sem var 33 stigum hærra en íslandsmetið. 1 þessum flokki stukku hæst Svíinn Andersson, 3,60 og Mathias 3,50, en 5 stukku 3,40. Lægst stökk Egyptin Mukhtar, 2,60 metra. — Alls stukku 13 hærra en Örn, en 16 jafnhátt eða lægra. Klukkan var langt gengin 10 er And- ersson felldi 3.70 í síðasta sinn og stang- arstökkinu lauk. Hafði keppnin staðið samfleytt yfir í 7 tíma! Eftir þessa átt- undu grein þrautarinnar hafði röðin breyzt nokkuð og voru þessir efstir: 1. Mathias, USA ................. 6129 2. Heinrich, Frakklandi ......... 6027 3. Kistenmacher, Argentínu .... 5952 4. Simmons, USA ................. 5893 5. Mondschein. USA .............. 5875 6. Adamczyk, Póllandi............ 5830 7. Mullins, Ástralíu ............ 5806 8. Andersson, Svíþjóð ........... 5681 9. Örn Clausen, Islandi ......... 5585 10. Stavem, Noregi ............ 5540 Hafði Örn þannig lækkað um eitt sæti og misst Svíann Andersson fram úr sér. Er það athyglisvert í þessu sambandi að Örn hefir verið hæstur allra Norður- landabúanna fram að þessu. Spjótkastiö: Fyrri flokkurinn hafði lokið keppni fyrir 2 timum, þegar sá síðari byrjaði. Svíinn Eriksson náði beztum árangri í fyrri flokknum 56,70 m. en lakastur var Mondschein með 36,81 m. Kom það mörg- um á óvart hve stutt hann kastaði, enda hrapaði hann niður um nokkur sæti. Þeir, sem voru í síðari flokknum voru svo látnir kasta strax og þeir voru falln- ir úr i stönginni. Mun Örn hafa byrjað spjótkastið kl. um 9 um kvöldið. Eins og gefur að skilja var þá komið myrk- ur og þótt reynt væri að bæta úr þvi með smákastljósum, er lýstu upp kastplank- ann, var aðstæðan mjög óhæg, jafnt fyrir dómara sem keppendur. Árangur Arnar í spjótkastinu mun hafa verið 44,15 ( 484) samkvæmt þeirri stigatölu, sem hann fékk. Annars fékk maður aldrei neina opinbera tilkynningu um á- rangur síðara flokksins, svo sem síðar verður skýrt frá. Eftir spjótkastið var röð stighæstu keppendanna þessi: 1. Mathias, USA ................. 6722 2. Simmons, USA ................. 6517 3. Heinrich, Frakklandi ......... 6457 4. Kistenmacher, Argentínu ...... 6451 5. Mullins, Ástralíu ............ 6418 6. Adamczyk. Póllandi ........... 6306 7. Andersson, Svíþjóð ........... 6288 8. Mondschein. USA .............. 6238 9. Stavem, Noregi ............... 6179 10. Eríksson, Svíþjóð ........... 6156 11. Örn Clausen, Islandi ........ 6069 12. Holmvang, Noregi ............ 6030 Var nú útséð orðið um það hver sigra mundi, en hinsvegar gat 1500 m. hlaUpið skorið úr um röðina á næstu 3 til 4 mönnum. Örn hafði nú loks misst Eriks- son og Stavem fram úr sér, en Holmvang sótti fast á og hlaut einnig að fara fram úr Erni á 1500 m., sem var hans sterk- asta grein. 1500 m. hlaupið: Þessi síðasta grein tugþrautarinnar var útilátin í smáskömmtum frá kl. rúm- lega 7 og fram til 10,30 þ. e. a. s. eftir því hvenær menn luku keppni i stöng og spjóti. Var aðstaða til hlaupa öll hin versta, því stórir pollar voru hvarvetna á hinni regnþungu braut. 1. riðil vann Kistenmacher á 4:49,6 mín.; Mondschein varð 2. á 4:49,8. (Kepp- 6). 2. riðil vann Kuzmicki á 4:41,8; 2. varð Heinrich á 4:43.8 og 3. Simmons á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.