Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 44

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 44
36 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Afrek 12 beztu tugþrautarmannanna á Olympíuleikjunum í London 1948. a 3 CÖ X X :0 a cö C tuO ° S o ^ rH hh CÖ > w :0 tn ‘CÖ X ■C Sh M cö O W) .s w ÍH CÖ bJO G ‘O 2 ’S 73 73 lö cö W) W 1. R. B. Mathias, USA. 11,2 6,81 13,04 1,86 51,7 15,7 44,00 3,50 50,32 5:11,0 = 7139 2. Heinrich, Frakkl . . 11,3 6,89 12,85 1,86 51,6 15,6 40,94 3,20 46,13 4:43,8 = 6974 3. Simmons, USA 11,2 6,72 12,80 1,86 51,9 15,2 32,73 3.40 51,99 4:58,0 = 6950 4. Kistenmacher, Arg. 10,9 7,08 12,67 1,70 50,5 16,3 41,11 3,20 45,06 4:49,6 = 6929 5. Andersson, Svíþj. .. 11,6 6,59 12,66 1,75 52,0 15,9 36,07 3,60 51,04 4:34,0 = 6877 6. Mullins, Ástralíu . . 11,2 6,64 12,75 1,83 53,2 15,2 33,94 3,40 51,32 5:17,0 = 6739 7. Eriksson, Svíþj. .. 11,9 6,80 11,96 1,80 52,5 16,2 34,91 3,30 56,70 4:35,8 = 6731 8. Mondschein, USA. . . 11,3 6,81 12,44 1,83 51,6 16,6 38,74 3,50 36,81 4:49,8 = 6715 9. Adamczyk, Póllandi 11,7 7,08 13,20 1,75 52,5 15,8 39,11 3,40 43,90 5:14,0 = 6712 10. Holmvang, Noregi 12,1 6,75 12,17 1,70 52,9 16,4 38,11 3,40 53,66 4:28,6 = 6663 11. Stavem, Noregi .... 12,0 6,70 13,89 1,80 56,0 16,4 41,06 3,20 52,75 5:07,4 = 6552 12. Örn Clausen, ísland 11,1 6,54 12,87 1,80 54,7 16,0 36,34 3,20 44,15 5:07,0 = 6444 Ignace Heinrich kom mjög á óvart með getu sirini. Bætti hann t. d. franska metið um liðlega 500 stig. Simmons var þriðji i úrtökumóti Bandaríkjanna með 7054 stig. Hann er liðlegur tugþrautar- maður. Heildarstigatala Arnar Clausen varð' 6444 stig, sem er 892 stigum betra en gamla Islandsmetið, sem Gunnar Stefáns- son átti. Verður að telja árangur Arnar mjög góðan sér í lagi þar sem hér er um hans fyrstu tugþraut að ræða. Lengst af keppninni hafði hann verið í fremstu víglínu, meðal hinna 5 til 8 beztu og var því orðinn góður kunningi þeirra, sem bezt fylgdust með þessari spennandi grein. Mun hann vafalaust hafa verið sá Islendinganna, sem mesta eftirtekt vakti á leikunum. Enda kom erlendum fréttariturum saman um að Örn hefði náð prýðilegum árangri með tilliti til aldurs og yrði vaflaust skæður þeim beztu, þegar hann hefði aldur til. MARAÞONHLAUP: Heimsmet og Olympsmet: 2 klst. 29:19,2 mín. K. Son, Japan 1936. 1. D. Cabrera, Argentínu 2:34:51,6 2. T. Richards, Bretlandi 2:35:07,6 3. E. Gailly, Belgíu .... 2:35:33,6 4. J. Coleman, S.-Afríku 2:36:06,0 5. E. Guinez, Argentínu 2:36:36,0 6. Syd Luyt, S.-Afríku . . 2:38:11,0 7. Gustaf Östling, Svíþjóð .... 2:38:40,0 8. Johan Systad, Noregi ......... 2:38:41,0 9. Armando Sensini, Argentínu 2:39:30,0 10. Henning Larsen, Danmörku 2:41:22,0 11. Viljo Heino, Finnlandi .... 2:41:,32,0 12. Anders Melin, Svíþjóð .... 2:42:20,0 13. Kurrikala, Finnlandi .... 2:42:48,0 14. Theodore Vogel, USA .... 2:45:27,0 15. Raul Inostroza, Chile........ 2:47:48,0 Síðasti dagur frjálsíþróttakeppninnar var bjartur og fagur líkt og sá fyrsti. — Sólin sendi sína brennheitu geisla niður á hinn troðfulla leikvang, en kærkomin gola gerði sitt til að svala okkur og hlífa við mesta hitanum. Allt í einu birtist sægur af léttkæddum litlum hlaupurum. Þeir minntu á Iitla kinda- hjörð, en þetta eru maraþonhlaupar- arnir, því nú er komið að hámarki leikanna hinu sígilda Maraþonhlaupi. — Völlurinn er óvenjulega hreinlegur og fallegur að þessu sinni, það sést varla sála á grasinu, en fáeinir starfsmenn eru í óða önn að undirbúa „burtför" hauparanna. Þulurinn tilkynnir að 3 mæti ekki til leiks þ. á. m. Heirendt, Lux- emburg, sem er kunnur Maraþonhlaup- ari. Það er því alls 41 keppandi, sem tekur þátt í hlaupinu og nú ríður skot- ið af og hin iðandi mannaþúfa kemst á hreyfingu. Fyrst I stað er eins og enginn fái hreyft sig vegna þrenglsa og troðn- ings, en brátt fer að greiðast úr flækj- 'unni og maður fær greint keppendur í sundur. Þeir hlaupa hálfan annan hring á vellinum (byrjuðu nálægt 1500 m. við- bragðinu) og halda síðan út um inn- göngudyrnar fyrir enda vallarins. For- uztuna hafði þá lítill Kóreubúi Yun Chil Choi, að nafni. Klukkan er farin að ganga fjögur og nú taka við aðrar íþróttagreinar inni á vellinum, en bráðlega fara að koma fregnir af Maraþonhlaupurunum og var tilkynnt um röð og tíma 7 til 10 fyrstu keppenda á 5 til 10 km. fresti. Eftir fyrstu 10 km. var Gailly, Belgíu fyrst- ur á 34:34,0 min (álíka og Islandsmet- ið í 10 km.) 2. var Lou, Kína. 3. Josset, Frakklandi, 4. Guinez, Argentínu og 5. Evrópumeistarinn Hietanen, Finnlandi. Choi var nú komin í 8. sætið og Holden, átrúnaðargoð Bretanna var 10. í röðinni. Eftir 20 km. er röð þeirra fyrstu óbreytt, en Guinez hefir nú farið fram úr Josset og Hietanen dregist aftur úr. Svíinn Östling er orðinn 5. og Holden 7., en í 6. sæti á milli þeirra er kominn nýr maður, Cabrera, Argentínu. Timi Gailly á 20 km. var 1 kl. 9:29,0 mín. Eftir 30 km. hefir margt breyzt. — Gailly heldur þá enn foruztunni, mörgum á óvart, en Guinez er nú kominn í annað sætið. Choi, Kóreu er í 3. sæti og Ca- brera í 4. Þá kemur Östling í 5., Luyt S-Afríku í 6. og Bretinn Richards í 7. sæti. Holden hafði gefist upp nokkru áður og urðu Það öllum hin mestu von- brigði. Sömuleiðis hafði Hietanen orðið að hætta vegna lasleika. í áttunda sæt- ið var hinsvegar kominn sjálfur Viljo Heino, hinn frægi finnski hlaupagikkur, sem gefist hafði upp í 10 km. hlaupinu, en ætlaði nú að hefna ófara sinna með því að koma á óvart i Maraþonhlaup- inu, þótt hann hefði aldrei hlaupið svo langt áður. Tími Gailly á 30 km. var 1 kl. 47 mín. Síðasta tilkynningin kemur þegar hlaupararnir hafa lokið 35 km. og eiga aðeins 7 km. eftir. Þá er Kóreubúinn Choi skyndilega kominn í fyrsta sætið 10 sek. á undan Cabrera, sem hinsvegar er aðeins 3 sek. á undan Gailly. Guinez var kominn niður i 4. sæti, skammt á undan Richards, sem virtist vera að sækja sig mikið. Hitinn er nú farinn að hafa mikil á- hrif á hina þrautpýndu hlaupara. Enda gefast margir upp. Meðal þeirra er Kór-

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.