Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 20

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 20
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Wint vinnur 400 m. hlaupiö á 46,2 sek. rétt á undan McKenley (90) og Whitfield. mikla athygli, bæði fyrir hæð sína (1,95) og hlaupagetu. Það ár hljóp hann 400 m. á 47 sek. og 800 á 1:50,6. 1 fyrra átti hann við lasleika að stríða og var því ekki reiknað með honum.sem hættu- legum keppinaut í þessu hlaupi, þótt raunin yrði önnur. 800 METRA HLAUP: Heimsmet: 1:46,6 mín. R. Harbig, 1939 Olymp.met: 1:49,8 mín. T. Hampson, 1932 1. M. Whitfield, USA 1:49,2 mín. 2. A. Wint, Jamaica 1:49,5 mín. 3. M. Hansenne, Fr. 1:49,8 mín. 4. H. O. Barten, USA 1:50,1 mín. 5. I. Bengtsson, Svíþj. 1:50,5 mín. 6. R. Chambers, USA 1:52,1 mín. 7. C. d’Hotel, Frakkl. 1:53,0 mín. 8. John Parlett, Bretl. 1:54,0 mín. 9. Holst-Sörensen, D. 1:54,0 mín. Guida 48,3; 4. Shore 48,7; 5. Remos (Braziliu) 49,1 og 6. R. M. Farlane 51,7 sek. (meiddist á fæti). Eftir undanúrslitin voru menn ekki á eitt sáttir um það hvernig úrslitahlaupið færi. Wint hafði sýnt að hann var engu siðri í 400 en 800 m. og hafði nú hlaup- ið 3svar á ágætis tímum án nokkurrar fyrirhafnar. McKenley var með 1 sek. lakari tíma, og hafði auk þess virzt hafa nokkuð fyrir því, en þó hafði ekki enn reynt verulega á hann. Whitfield var alveg óútreiknanlegur, en þó varla eins sterkur og hinir tveir. Svarið var ekki langt undan, þeir höfðu dregið um brautir og eftir það freistaðist ég tii að gizka á McKenley sem sigurvegara. Hann var nefnilega svo heppinn að draga 2. braut og hafa bæði Wint og Whitfield „utan á sér" á 3. og 4. braut. Bolen var á 1. braut, Guida á 5. og Curotta á 6. braut. Það var greini- legt að keppendur voru mjg taugaó- styrkir og þá ekki síður hinir 82 þús. áhorfendur. Ræsirinn gefur hlaupurunum merki, stundin er komin. Skotið ríður af og McKenley þýtur áfram eftir beygjunni eins og elding væri. — Nú á að taka það — hugsaði ég með mér, því að hann náði Wint og Whitfield, báðum skæðustu keppinautum sínum, áður en hlaupið var hálfnað og hafði því unnið af þeim 4-6 metra. Á síðari beygjunni hertu hinir hinsvegar á sér og sér í langi virtist Wint vera orðinn ferð- mikill. Þegar komið var á beinu braut- ina — 80 metra frá marki ■— var Mc Kenley fyrstur 4-5 metrum á undan Wint, sem aftur var álíka langt á undan Whitfield og Bolen. Nú fór Wint að stika stórum og skref fyrir skref nálg- aðist hann McKenley, sem var orðinn mjög aðþrengdur. 20 m. frá marki náði Wint honum og tókst að vera hálfum öðrum metra á undan í mark. Vonbrigð- in skinu út úr andliti McKenleys, Því að hann hafði af flestum verið talinn öruggasti sigurvegari leikanna. Whit- field dró einnig á McKenley siðasta spölinn með landa sinn Bolen rétt á eftir. Ástraiíupilturinn Curotta hélt furðu vel út á yztu brautinni þótt hann yrði ekki framar en 5., en Guida sló af ferð- inni og rölti í mark langt á eftir hinum. Einhverju mest spennandi hlaupi leik- anna var lokið. Risinn Wint hafði ó- vænt sigrað hinn „ósigrandi" landa sinn McKenley og hlaupið á sama tíma og Olympíumet Carrs frá 1932. Svona hlaup féll áhorfendunum vel í geð, enda voru sigurvegararnir og þó sérstaklega Wint óspart hyltir. Arthur Wint kom fyrst fram á sjónarsviðið 1946 og vakti þá 42 keppendur mættu til leiks í undan- rásum 800 m. hlaupsins, sem fram fóru fyrsta dag leikanna og hófust klukku- tíma á eftir áætlun. Hafði þeim verið skipt í 6 riðla og skyldu 4 fyrstu kom- ast í milliriðlana, sem voru Þreyttir dag- inn eftir — 31. júli — en þaðan 3 fyrstu úr hverjum — alls 9 — í úrslitahlaup- ið, er fór fram mánudaginn 2. ágúst. — Undanrásirnar færðu manni heim sann- inn um það hversu hættulegt 800 m. hlaupið getur verið a m. k. þegar kepp- endur eru margir og góðir. Enda hafa komið fram óskir um að láta hlaupa Pað á aðskildum brautum. Að þessu sinni meiddust tveir kepp- endur báðir i 2. riðli, Þeir Herluf Christ- ensen, Danmörku, sem var hreinlega troðinn undir og fótbrotnaði og Ný- Sjálendingurinn Douglas Harris, sem fékk gaddastungu, en hélt þó velli. — Hamagangurinn var nefnilega svo mik- ill að ná innstu brautinni og hafði braut- ardrátturinn því mjög mikið að segja i þessu hlaupi. Óskar Jónsson var einn af 8 keppendum í 3. riðli. Þar tók Kanada- maðurinn Parnell foruztuna, en Óskar hafði vit á því að halda sig í 2. sæti fast á eftir honum. Komu hinir 6 svo i hnapp rétt á eftir og utan á Óskari. Eftir fyrri hringinn, sem var hlaupinn á 57 sek. tóku þeir aftari að mjaka sér

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.