Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9 200 m. hlaupið (1. riðilV. 1. McKenley, 2. Haggis, 3. Haukur og 4- Lines. Eftir að hafa hvílzt vel þriðja dag leikanna — sem var sunnudagur ■— þurftu spretthlaupararnir að ganga í gegnum nýja tveggja daga eldraun ■— 200 metra hlaupið, sem fór fram mánu- daginn 2. og þriðjudaginn 3. ágúst. — Undanrásirnar hófust kl. 2,30 fyrri dag- inn í logni og hita. Hlaupið var í 12 riðlum eins og í 100 m. hlaupinu, en til leiks mættu 49- keppendur. Þurftu þeir, sem komust í úrslitahlaupið því að hlaupa 200 metra sprettinn 4 sinn- um á 2 dögum. 1 1. riðli hljóp landi okkar Haukur Clausen og þótt hann hefði lent með McKenley (heimsmet- hafanum í 400 m. hlaupi), höfðum við •góða von um að hann yrði 2. í riðlin- um og kæmist þannig í fyrri milliriðil. Þetta fór þó á annan veg, því Kanada- maðurinn Haggis reyndist of sterkur fyrir Hauk. McKenley varð langfyrstur á 21,3 sek. eftir svo tilþrifamikið og létt hlaup að orð fá vart lýst. Þegar 200 m. úrslit. íphoto finish). beygjunni lauk virtist Haukur vera búinn að ná Haggis, sem hljóp á ytri braut, en þegar sá síðarnefndi vildi ekki gefa sig var eins og Haukur missti stílfegurðina og flugið og tókst honum aðeins að lafa í Kanadamanninum. ■— Tími beggja var 22,2 sek. 4. í riðlinum var Lines frá Bermuda á rúmum 23 sek. Það var mjög gaman að fylgjast með þessum undanrásum og nú fyrst gafst manni gott tækifæri til að athuga hlaupástíl spretthlauparanna. I 100 m. hafði spenningurinn og hraðinn verið svo mikill að slíkar athuganir fóru venjulega fyrir ofan garð og neðan. Beztu undanrásartímarnir voru þessir: McKenley og Bourland 21,3, La Beach 21,4; Ewell og Patton 21,6; Treloar 21,7; Van Heerden (S-Afríka), Chacon (Kúba) og Laing 21,8 og loks Silva (Braziliu) 21,9 sek. Þrír þeir síðastnefndu urðu nr. 2 í sínum riðlum, en hinir sigruðu. 2. og 10. riðill unnust á 22,3 sek. eða lakari tími en 3. maður hafði fengið í 4. riðlinum. Lakasta tímann af þeim, sem urðu nr. 2 og komust í miiliriðil, hafði De Saram, Ceylon, 23,1 sek. Það reyndi lítið á beztu hlauparana i þessari fyrstu umferð, en þó gat mað- ur ekki varizt þeirri hugsun að Mc Kenley og Bourland yrðu skæðir úr- slitamönnunum úr 100 metrunum, sem þarna voru. Einnig virtist Ástraliumað- urinn Treloar hafa fullan hug á því að hefna ófara sinna í 100 m. Þegar komið var fram í 10. riðil fór að rigna (þetta var sama daginn og úrslitin í 5 km. hlaupinu) og í fyrri milliriðli var nokkur mótvindur á beinu brautinni. 1 þessari annari umferð, sem hófst kl. 4,15 urðu stjörnurnar að taka á fyrri hluta hlaupsins, en síðan var það á- berandi hve mjög þær spöruðu sig síð- ustu metrana.. Þær hugsuðu sem sé fyrst og fremst um það að vera ekki aftar en í 2. - 3. sæti, en 3 fyrstu kom- ust í síðari milliriðla (semifinal). McKenley lenti nú á móti Ewell og vann með yfirburðum í annað sinn á 21,3 (Ewell hafði 21,8) Bourland vann einnig aftur á sama tíma og áður 21,3, á undan Treloar 21,5. La Beach vann þriðja riðilinn rétt á undan Laing „litla“ frá Jamaíca (21,7 og 21,8) og loks vann Patton 4. og síðasta riðilinn á 21,4 sek. með McCorquodale í öðru sæti (21,8). Var auðséð að 200 metra hlaupið lá ekki eins vel fyrir Bretan- um og 100 metrarnir. Kl. 3,30 daginn eftir, hófust undan- úrslit 200 m. hlaupsins. Fyrri riðillinn var greinilega léttari, þar voru aðeins 3 í sérflokki, Úrslit urðu þessi: 1. Mc Kenley 21,4; 2. Patton 21,6; 3. Ewell 21,8; 4. Silva; 5. Heerden; 6. Valle. Það var auðséð að Patton og Ewell gátu meira sér í lagi Patton, en báðir hafa eflaust viljað eiga eftir nægilegt eldsneyti í úrslitahlaupið skömmu síðar Mel Patton í keppni við Ewell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.