Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 60

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 60
Islandsmeistarar KR. Bogi Þorsteinsson: Körfuknattleikurinn 1965 Stjórn KKl var þannig skipuð fram að ársþingi KKl: Bogi Þor- steinsson formaður, Magnús Björns- son varaformaður, Þráinn Scheving fundarritari, Gunnar Petersen fé- hirðir, Gunnar Hansson bréfritari, Halldór Sigurðsson form. laga- og leikreglnanefndar og Helgi Ágústs- son form. útbreiðslunefndar. Eftir ársþingið 30. okt. s. 1. var stjórnin þannig skipuð: Bogi Þor- steinsson form., Magnús Björnsson varaform., Gunnar Petersen féhirðir, Þráinn Scheving fundarritari, Helgi Sigurðsson bréfritari, Guðjón Magn- ússon form. laga- og leikr.nefndar og Ásgeir Guðmundsson form. útbr. nefndar. Landslið KKl fagnaði hinu nýja ári 1965 í höfuðborg Bandarikjanna, Washington, en þar var liðið á keppnisferöalagi. Frásögn af ferð liðsins lauk með árinu 1964, í frásögn af körfuknatt- leiksviðburðum frá því ári.. Verður í lok þessa spjalls tekið þar til, er frá var horfið og sagt frá þeim hluta Bandaríkjaferðarinnar, sem fram fór á árinu 1965. Stjórnarstörf. Eins og undanfarin ár, var fjáröfl- un eitt af aðal verkefnum stjórnar- innar. Aflað var auglýsinga í leik- skrá og útbreiðslustyrkur sá, er kom I hlut KKl af tóbaksskatti ISl, gerði sambandinu mögulegt, I fyrsta skipti, að styrkja körfuknattleiksmenn á námskeið erlendis. Ennfremur greiddi sambandið ferðakostnað dómara á leiki bikarkeppninar og á dómara- námskeið á Ákureyri. Eins og í fyrra, sá stjórn KKl um framkvæmd Islandsmótsins, sem verður eftir því umfangsmeira, sem liðum fjölgar. Mikil vinna var við undirbúning utanfarar landsliðsins í keppnisför til Bandaríkjanna og Kanada og bréfa- skriftir innanlands og utan, fara vax- andi með ári hverju. Á árinu var gengið frá samningi við Iþróttakennaraskóla Islands, um þjálfunarnámskeið. Er samningur- inn í heild birtur síðar í skýrslunni, en stjórn KKl hyggur að hér hafi verið stigið spor, er geti orðið heilla- drjúgt fyrir framgang körfuknatt- leiksíþróttarinnar hér á landi. 60

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.