Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 68

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 68
okkur frábæra fyrirgreiðslu á með- an við dvöldum þar. Áttundi jan. Hvíldardagur, létt æfing um eftirmiðdaginn, var kvik- mynduð af fréttamönnum kanadiska sjónvarpsins og viðtal við farar- stjórann. Var þessu sjónvarpað með kvöldfréttum og höfðu menn gaman af að sjá sjálfan sig í sjónvarpinu. Níunda jan. var leikið við gest- gjafana Carleton University. Sá leikur var skemmtilegur, okkar menn höfðu yfir í hálfleik 37:34, en leik- urinn endaði með sigri Carleton 63: 62. Þennan leik hefðum við þó sann- arlega átt að vinna, en það var eins og heppni gæti ekki fylgt liðinu. Þorsteinn skoraði 26 stig og var bezti maður á vellinum. Tíunda janúar var ferðast með langferðabíl til Montreal, þar farið á bíó, meðan beðið var eftir áætlun- arvagninum til Burlington Vermont í Bandaríkjunum. Komið til Burling- ton laust eftir miðnættið eftir erfiða ferð. Ágætar móttökur, liðinu komið fyrir á gistihúsi, en máltíðir snædd- ar á St. Michaels College. Ellefti janúar. Leikið við St. Michaels College um kveldið í aðal- samkomusal Burlington, en á leik- sviðinu þar, hafði Karlakór Reykja- víkur sungið á hljómleikaför sinni um Bandaríkin. Töpuðum leiknum 81:61, en þó var hér um mjög góðann leik að ræða. Mótherjarnir voru eitt sterkasta lið- ið, sem við mættum á ferð okkar, enda hafði St. Michaels skorað að meðaltali 105 stig í næstu 5 leikum á undan þessu og „stjarnan" í liði þeirra Dick Tarrant hafði skorað 29 stig að meðaltali í leik yfir allt leik- tímabilið. Gegn okkur skoraði Tarr- ant aðeins 13 stig. Þjálfari St. Michaels sagði í blaða- viðtali eftir leikinn: „Þetta var einn af þeim leikjum, sem maður óskar að væru leiknir heima og heiman.“ Betri meðmæli getur lið okkar tæp- ast hlotið. Tólfti janúar. Ekið með skólavagni til Plymouth og leikið við Plymouth State University um kvöldið. Töpuðum 74:63, en þetta var einn þeirra leikja, sem við hefðum átt að vinna með örlítilli heppni. Móttökur ágætar, liðsmenn gistu hjá stúdent- um og kynntust mörgum góðum fé- lögum. Þrettánda jan. Ekið í skólabifreið til St. Anselms College, Manchester, New Hampshire. Búið á móteli um nóttina og þurftum við að greiða þann kostnað sjálfir. Um hádegi 14. jan. fluttum við yfir til St. Anselms og var leikmönnum komið fyrir á herbergjum stúdenta eins og hjá Plymouth State. Lékum við St. Anselms um kvöldið og töpuðum 78:62. Þetta var þriðji leikurinn, sem við áttum að vinna. Fimmtándi jan. Ekið í einkabif- reiðum frá St. Anselms til Massa- chusetts Institute of Technology, Cambridge, Mass. Um kvöldið var liðinu boðið I veg- lega kvöldverðarveizlu hjá M.I.T. Þar hittum við góðan vin, Mr. John Wood, sem verið hafði kennari hjá KKl sumarið 1963. Voru margar ræður Þorsteinn Hallgrímsson. haldnar og þakkaði fararsjóri mót- tökurnar með nokkrum orðum. Síðar um kvöldið var liðið gestir hins heimsfræga körfuknattleiksliðs Boston Celtics á leik þess við Phila- delphia 76ers í Boston Garden. I hálfleik var liðið kynnt fyrir áhorf- endum og fararstjóri kvaddur út á leikvöllinn, þar sem hann afhenti oddfána KKl, þeim Bill Russel, fyrir- liða Boston Celtics, Arnold ,,Red“ Auerbach þjálfara Celtics og Dolph Schayes þjálfara 76 ers, en Schayes var einn af leikmönnum Syracuse Nationals, er sýndu körfuknattleik í Reykjavík 1955. Sjálfur var Schayes einn af þekktustu leikmönnum Bandaríkjanna. Sextánda janúar. Blindhríð í Boston allan daginn. Leikið við M.I. T. um kvöldið og tapaðist sá leikur 80:64. Þessi stigamunur var of mikill eftir gangi leiksins og dómarar voru frámunanlega lélegir. Sautjándi janúar. Flogið til Ne-w York kl. 8 um morguninn og flutt inn á Sheraton Atlantic Hotel. Flest- ir fóru beint í rúmið enda hvíldinni fegnir eftir langt og strangt ferða- lag. Átjándi janúar. Dagurinn notaður til verzlunar, en kl. 22 um kvöldið var haldið heimleiðis með Loftleiða- flugvél og komið til Keflavíkurflug- vallar morguninn eftir. Bandaríkja- og Kanadaför lands- liðs okkar, mun vera lengsta og erfið- asta keppnisferðalag, sem nokkur íslenzkur íþróttaflokkur hefir farið. Enda þótt engir sigrar fengjust í þessari ferð og við þeim hafði ekki verið búizt, þá tel ég að árangur ferðarinnar hafi verið bæði mikill og margvíslegur. Leikmenn okkar fengu að sjá þá keppa, sem í dag standa hæst í þessari íþróttagrein I heiminum. Ennfremur fengu piitarnir okkar að reyna krafta sína við mjög sterk lið, sem voru í topp þjálfun. Sá samanburður er fékkst á getu okkar og þessara liða, er ekki hagstæður í tölum, en tækni- lega séð stöndum við þessum liðum ekki jafn langt að baki og úrslita- tölurnar gefa til kynna. Bandaríkjaför landsliðsins var góð landkynning. Fjölda leikja var út- varpað og útvarps- og sjónvarpsvið- töl ásamt fjölda blaðagreina vöktu mikla athygli á Islandi. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.