Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 7
Á heimavelli
Jón Sig.
kominn með
66 landsleiki
Jón Sigurðsson, körfu-
knattleiksmaðurinn snjalli úr
KR, lék sinn 66. landsleik i
körfuknattleik er íslendingar
mættu írum í íþróttahúsinu í
Borgarnesi á dögunum, en það
var jafnframt fyrsti landsleik-
urinn sem fer fram í því húsi.
Hefur Jón leikið fleiri körfu-
knattleikslandsleiki en nokkur
annar íslendingur, og á vafa-
laust eftir að bæta mörgum
leikjum við, þar sem hann hef-
ur sjaldan eða aldrei verið
betri en um þessar mundir.
Leikjahæsti handknattleiks-
maðurinn er Ólafur H. Jóns-
son, sem á 120 landsleiki að
baki, en leikjahæstu knatt-
spyrnumennirnir eru þeir
Marteinn Geirsson og Matt-
hías Hallgrímsson, sem leikið
hafa 45 landsleiki.
Pétur komin með fjögur
mörk í Evrópukeppninni
Islendingar gerðu það gott í
Evrópubikarkeppninni í knatt-
spyrnu í ár, og er raunar ekki
séð fyrir endann á því, þar sem
þrjú íslendingalið: Feyenoord,
Standard Liege og Celtic eru
Jón áfram
með UBK
Breiðablik, sem vann sig upp
í 1. deild í knattspyrnunni s.l.,
eftir árslanga dvöl í 2. deild,
hefur nú endurráðið Jón Her-
mannsson, sem þjálfara, en
Blikarnir voru mjög ánægðir
með störf hans í fyrra, og
hyggja gott til komunnar í 1.
deild aftur undir hans stjórn.
enn með í keppninni. I tveimur
fyrstu umferðunum skoruðu
íslendingar samtals níu mörk.
Atli Eðvaldsson skoraði fyrir
Val í leik við HSV, Ragnar
Margeirsson skoraði fyrir ÍBK
í leik við sænska liðið Kalmar
og þeir Einar Ásbjörn Ólafs-
son og Rúnar Georgsson
skoruðu sitt hvort markið í leik
ÍBK við tékkneska liðið Brno,
Pétur Pétursson skoraði
hvorki fleiri né færri en fjögur
mörk fyrir Feyenoord í leikjum
liðsins við sænska félagið
Malmö FF og Ásgeir Sigur-
vinsson skoraði fyrir Standard
Liege í fyrri leik liðsins við ít-
alska félagið Napoli.
7