Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 49
Var umtalið um Press
„bræðurna” sprottið
af öfund?
Á árunum um og eftir
1960 voru sovésku systurnar
Tamara og Irina Press
sannkallaðar drottningar í
ríki sínu í frjálsum íþróttum
kvenna. Tamara setti þá
hvert heimsmetið af öðru í
kúluvarpi og kringlukasti,
og Irina var fyrsti sigurveg-
arinn í fimmtarþraut kvenna
á Olympíuleikum, er hún
sigraði með nokkrum yfir-
burðum í þeirri grein í Tokíó
1964. Vöktu systurnar jafn-
a'n mikla athygli, ekki að-
eins fyrir íþróttaafrek sín,
heldur og fyrir það hversu
kraftalegar og karlmann-
legar þær voru, og kom það
raunar ekki svo ýkja á óvart
að þær hættu báðar skyndi-
lega keppni, þegar kom að
hinni svonefndu „kynpróf-
un“ á öllum meiri háttar
frjálsíþróttamótum.
Tamara Press vakti fyrst veru-
lega athygli á sér árið 1959, er
hún setti sitt fyrsta heimsmet í
kúluvarpi, varpaði 17,25 metra
og bætti þágildandi heimsmet
um 49 sentimetra. Met það átti
landa hennar Sybinas og var það
sett árið 1965, og þegar hún vann
það afrek þótti það með ólíkind-
um gott, og engar líkur á því að
það yrði bætt á næsta áratug.
Síðasta heimsmet sitt setti hins
vegar Tamara Press í september
árið 1965, og varpaði hún kúl-
unni 18,59 metra. Það heimsmet
stóð fram til ársins 1969. Tamara
Press hafði oftast umtalsverða
yfirburði yfir stöllur sínar á þeim
íþróttamótum sem hún tók þátt í,
og vann tvívegis til gullverðlauna
í uppáhaldsgreinum sínum.
Systir hennar, Irina Press, var
einnig framúrskarandi íþrótta-
Öruggar prófanir
Þegar kynprófun var tekin
upp í frjálsum íþróttum og
raunar fleiri íþróttagreinum
þótti þar um sjálfsagða ráð-
stöfun að ræða. En síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar, og
nú efast menn um giidi og til-
gang slíkra prófana. Ekki þar
fyrir að enn eru menn á varð-
bergi gagnvart því að konur
noti karlmannahormóna til
þess að auka líkamsvöxt og
styrk sinn, en ný gerð hor-
mónalyfja hefur gert þessar
prófanir óöruggari, svo og sú
vitneskja að möguleikar eru á
því að konur standist ekki um-
rætt próf, jafnvel þótt þær hafi
enga hormóna tekið.
Kynprófið er mikil raun fyrir
margar íþróttakonur, og hefur
t.d. heimsfræg bandarisk
íþróttakona lýst því hvernig
henni leið meðan hún var að
bíða eftir því að röðin kæmi að
henni við slíka athugun. — Ég
hafði engin lyf tekið, en
stundað lyftingar og aðrar
styrkjandi æfingar þannig að
ég féll ekki að formúlunni um
líkamsvöxt kvenna, sagði hún.
— Ég var orðin svo ringluð að
ég vissi ekki hvers kyns ég var,
og var í einu svitabaði meðan
ég beið eftir úrskurðinum.
Hann var jákvæður fyrir mig,
en hins vegar neikvæður fyrir
eina stallsystur mína, sem eng-
inn hefði þó efast um, líkams-
vaxtarins vegna, að væri kven-
maður.
Þá hefur og verið bent á það,
að nú séu þeir möguleikar fyrir
hendi, að það fólk, sem valið
hefur verið til þess að verða
afreksfólk í íþróttum, geti
fengið allskonar hormónalyf í
uppvexti sínum, sem síðan
komi ekki fram þegar það er
orðið að fullvaxta keppnis-
fólki, og er þetta enn talið rýra
gildi kynprófananna. Það eru
sem sagt til ótal leiðir til þess
að komast framhjá reglunum,
svo fremi sem vilji er fyrir
hendi, en um hann efast enginn
í því æðislega kapphlaupi sem
nú stendur yfir milli stórveld-
anna á íþróttasviðinu.
49