Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 17
í glímu við Búbba
Hérá Hermann í höggi við gamlan félaga í nýjum búningi. Valur og Celtic
hittust fyrir í Evrópubikarkeppninni og þá mættu Valsmenn Jóhannesi
Eðvaldssyni og hinum nýju félögum hans.
þó hvað góður félagsandi getur
gert, því ekki var æfingunni fyrir
að fara hjá þessu liði.
Og í meistaraflokksliðinu var
þessi sami góði andi. Þarna var
hver harðjaxlinn upp af öðrum,
menn eins og Þorsteinn Frið-
þjófsson, Björn Júlíusson, Ormar
Skeggjason, Elías Hergeirsson,
Björgvin Daníelsson, Björgvin
Hermannsson í markinu, að
ógleymdum Árna Njálssyni og
Matthíasi Hjartarsyni svo ein-
hverjir séu til taldir.
Fegurðarkóngur,
eftirherma,
íþróttahetja
Hermann þræddi menntaveg-
inn og gekk í Verzlunarskóla ís-
lands. Hann var þar í einum
fjörmesta árgangi, sem sá skóli
hefur útskrifað. Utan námsins
voru æfingar stundaðar af hörku,
bæði knattspyrna og handknatt-
leikur, auk þess sem Hermann og
Vilhelm G. Kristinsson, skóla-
bróðir hans tóku að skemmta
með eftirhermum og gamanmál-
um. Þetta gerðu þeir næstu þrjá
veturna og fóru víða, félagarnir.
Og Hermann vakti athygli á sér
fyrir fleira, því ungur að árum
vann hann einstæðan titil, hann
var kjörinn fegurðarkóngur á
útihátíð að Jaðri við Reykjavík
og Hermann bætir við í gamni að
sér vitanlega hafi hann enn ekki
verið sviptur þeirri tign.
En víkjum aftur að íþróttun-
um.
„Árið 1966 var eiginlega tíma-
mótaár hjá mér. Það ár var ég
valinn í landslið, bæði í hand-
knattleik og knattspyrnu. Það
sumar urðum við íslandsmeist-
arar. Valsmenn höfðu orðið að
bíða þess í 10 ár. Og þetta ár setti
ég víst eina heimsmetið, sem ís-
lendingur á, mér vitanlega. Það
var þegar ég skoraði 17 mörk í
landsleik í handbolta, það var
gegn Bandaríkjamönnum. Ann-
ars var aldrei farið mjög hátt með
þetta, stórskyttunum í landslið-
inu þá, var heldur illa við þetta
tiltæki mitt. í fyrsta landsleiknum
mínum gegn Wales þetta sumar,
fann ég mig hálf illa í leiknum,
haltraði í seinni hálfleik, en tókst
þó að skora jöfnunarmarkið, 3:3,
þegar aðeins 10 sekúndur voru til
leiksloka“.
Hermann Gunnarsson hefur
leikið 21 landsleik í knattspyrnu
og 15 í handknattleik. í 1. deild-
inni hefur hann skorað 94 mörk,
en alls eitthvað talsvert á þriðja
hundrað mörk ef allir leikir í
meistaraflokki eru týndir til.
Æðsta fullnægjan
að skora
„Ég hef enga haldgóða skýr-
ingu á því hvers vegna ég átti
svona gott með að skora mörk.
En staðreyndin var sú að ég virt-
ist alltaf vera á réttum stað. Þetta
var einhvernvegin svo ósjálfrátt.
En alltaf fannst mér skemmtilegt
að skora mark, það er æðsta full-
17