Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 17
í glímu við Búbba Hérá Hermann í höggi við gamlan félaga í nýjum búningi. Valur og Celtic hittust fyrir í Evrópubikarkeppninni og þá mættu Valsmenn Jóhannesi Eðvaldssyni og hinum nýju félögum hans. þó hvað góður félagsandi getur gert, því ekki var æfingunni fyrir að fara hjá þessu liði. Og í meistaraflokksliðinu var þessi sami góði andi. Þarna var hver harðjaxlinn upp af öðrum, menn eins og Þorsteinn Frið- þjófsson, Björn Júlíusson, Ormar Skeggjason, Elías Hergeirsson, Björgvin Daníelsson, Björgvin Hermannsson í markinu, að ógleymdum Árna Njálssyni og Matthíasi Hjartarsyni svo ein- hverjir séu til taldir. Fegurðarkóngur, eftirherma, íþróttahetja Hermann þræddi menntaveg- inn og gekk í Verzlunarskóla ís- lands. Hann var þar í einum fjörmesta árgangi, sem sá skóli hefur útskrifað. Utan námsins voru æfingar stundaðar af hörku, bæði knattspyrna og handknatt- leikur, auk þess sem Hermann og Vilhelm G. Kristinsson, skóla- bróðir hans tóku að skemmta með eftirhermum og gamanmál- um. Þetta gerðu þeir næstu þrjá veturna og fóru víða, félagarnir. Og Hermann vakti athygli á sér fyrir fleira, því ungur að árum vann hann einstæðan titil, hann var kjörinn fegurðarkóngur á útihátíð að Jaðri við Reykjavík og Hermann bætir við í gamni að sér vitanlega hafi hann enn ekki verið sviptur þeirri tign. En víkjum aftur að íþróttun- um. „Árið 1966 var eiginlega tíma- mótaár hjá mér. Það ár var ég valinn í landslið, bæði í hand- knattleik og knattspyrnu. Það sumar urðum við íslandsmeist- arar. Valsmenn höfðu orðið að bíða þess í 10 ár. Og þetta ár setti ég víst eina heimsmetið, sem ís- lendingur á, mér vitanlega. Það var þegar ég skoraði 17 mörk í landsleik í handbolta, það var gegn Bandaríkjamönnum. Ann- ars var aldrei farið mjög hátt með þetta, stórskyttunum í landslið- inu þá, var heldur illa við þetta tiltæki mitt. í fyrsta landsleiknum mínum gegn Wales þetta sumar, fann ég mig hálf illa í leiknum, haltraði í seinni hálfleik, en tókst þó að skora jöfnunarmarkið, 3:3, þegar aðeins 10 sekúndur voru til leiksloka“. Hermann Gunnarsson hefur leikið 21 landsleik í knattspyrnu og 15 í handknattleik. í 1. deild- inni hefur hann skorað 94 mörk, en alls eitthvað talsvert á þriðja hundrað mörk ef allir leikir í meistaraflokki eru týndir til. Æðsta fullnægjan að skora „Ég hef enga haldgóða skýr- ingu á því hvers vegna ég átti svona gott með að skora mörk. En staðreyndin var sú að ég virt- ist alltaf vera á réttum stað. Þetta var einhvernvegin svo ósjálfrátt. En alltaf fannst mér skemmtilegt að skora mark, það er æðsta full- 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.