Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 12
Hermann — ég hef víst alltaf veriö hrelnskilinn. . .
„Ég hef víst oft tapað á
því hversu hreinskilinn ég
er. En samt, þá held ég að
þessi hreinskilni hafi verið
mér heldur til góðs gegnum
árin. Mér hefur alltaf fund-
ist að fólk eigi að tala
hreinskilnislega um hlutina.
Undirlægjuháttur er mér
ekki að skapi“.
Það er Hermann Gunnarsson,
sem segir þetta í viðtali við
íþróttablaðið.
Hermann er landsþekktur
íþróttamaður og nú síðustu tvö
árin sem frábær fréttamaður rík-
isútvarpsins á íþróttaleikvangin-
um. Oft hefur snilli Hermanns á
leikvelli yljað áhorfendum um
hjartarætur. Hann virðist hafa
fengið þann hæfileika í vöggu-
gjöf að eiga svo ótrúlega auðvelt
með að láta boltann, þennan
hrekkjótta og undarlega hnött-
ótta hlut, þýðast sig betur en
gengur og gerist.
Hrókur alls
fagnaðar og
ljúfsárt líf
Félagar Hermanns í Val og
félagar hans með landsliðum í
knattspyrnu og handknattleik
lýsa Hermanni ævinlega sem
hróki alls fagnaðar. Hermann er
að eðli til ákaflega fjörugur og
gamansamur og raunar eru
margar skemmtilegar sögur til
um þá hlið hans. En Hermann
hefur kynnst því á ferli sínum að
lífið getur verið ljúfsárt.
„Það sagði mér góður vinur og
félagi, þegar ég var 16 ára gamall
og nýkominn í meistaraflokk fél-
agsins, að ég yrði að gera mér
grein fyrir því að ég gæti orðið
góður knattspyrnumaður og átt
mikla möguleika. Hann sagði
mér þá að vera því viðbúinn að
eignast tíu óvini. Og ef ég kæmist
í landslið, þá yrðu óvinirnir tíu
sinnum tíu, sagði hann. Og mikið
er til í þessu. Auðvitað hef ég vit-
að af umtali alls konar um mig,
kjaftasögum, sem stafað hafa af
því að ég hef verið ógiftur,
stundað skemmtistaði, fengið
mér í glas, og verið þekkt persóna
af íþróttunum.
Líklega væri ég orðinn eldri en
afarnir mínir báðir, og eru þeir
þó báðir yfir nírætt og við bestu
heilsu, ef ég hefði átt að lifa allt
það sem sögurnar segja. Annars
vorkenni ég fólki, sem lifir og
hrærist í umtali um náungann.
Þessir Jónar Jónssynir, sem sitja
kannski fimm daga vikunnar á
börunum og hafa ekki annað að
gera en að níða náungann. Ann-
ars má tala um mig eins og hver
og einn vill. Þar hef ég ekkert að
óttast".
Stóra stökkið, —
úr íþrótt í
íþróttaskrif
Hermann segir mér nánar frá
þessum málum, sem skipta þó
e.t.v. ekki máli í sambandi við
íþróttir.
„Það var vorið 1977, sem ég
varð að taka stórt stökk. Ég var í
góðri æfingu og átti von á góðu
sumri með Val, þegar mér bauðst
að verða íþróttafréttamaður út-
varpsins, a.m.k. í nokkra mánuði.
Ég ákvað að taka starfinu, en það
þýddi um leið að ég gat ekki
lengur sinnt æfingum og keppni.
Við þetta skapaðist hjá mér frí-
tími. Það var nokkuð sem ég
hafði í raun og veru aldrei kynnst
12