Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 25
 lif'ctnbod r OA HAMPION 1 * - v 1 - . i Heill hópur tæknimanna starfa á vegum þeirra fyrirtækja er gera bíla út íkappakstur. Þeir fylgja kappakstursmönnunum hvert sem þeir fara og eru svo þjálfaðir að þeir geta t.d. skipt um hjólbarða á innan við mínútu. Viðbrögð og hraði tæknimannanna getur líka oft ráðið úrslitum íjafnri og harðri keppni. ingar á hverjum einasta degi. Mér er boðið vín, en segi alltaf nei takk. — En Jody, segja þeir, — bara pinulítið rósavín. Það skaðar engan. — Nei, segi ég, — ekki vín. Allt í lagi, segir Ferrari þá venjulega, — ég skal drekka þinn skammt. Undir borðum er spjallað um heima og geima. Rætt er um síð- ustu kappaksturskeppni, og þá næstu. Hvað hafi verið að síðast, og hverju þurfi að kippa í liðinn, áður en slagurinn hefst að nýju. Þegar við komum út aftur hitt- um við tæknimennina, sem einn- ig hafa verið í matarhléi. Þeir eru þá oft að selja límmiða og lykla- kippur, en af því hafa þeir tölu- verðar aukatekjur. Nú, eða þá að spjalla við stúlkur sem komið hafa í heimsókn. Félagarnir koma Síðan er haldið út að æfinga- brautinni. Þar er skrifstofa Ferr- aris á gömlum bóndabæ, málað- ur eldrauðru .og hvítur. Meðan verið er að ræða hvað gera skuli í dag, koma hinir kappaksturs- mennirnir einn af öðrum. Félagi minn á brautunum, Gilles Vill- eneuve kemur alltaf á óskaplegri ferð og ekur á tveimur hjólum, jafnvel inn á bílastæðið. — Ég var þrjá og hálfan tíma frá Cannes, segir hann og er hinn ánægðasti. — Ég stríði honum þá stundum með því að spyrja hvað hafi tafið hann svona voðalega. Kappakstursbílarnir koma síðan og eru þeir fluttir á flutn- ingabílum að brautinni. Við skoðum þá í krók og kring, en síðan er tími til kominn að skipta um föt, en við höfum góða bún- ingsklefa, þar sem við geymum gallana sem við ökum í, hjálma og skó. Ferrari ekur Fiat Þá er allt orðið tilbúið til æf- ingaakstursins. Ferrari sjálfur er kominn á vettvang á bláum Fi- at-bíl sínum, og með honum eru þeir gestir sem boðið hefur verið að fylgjast með æfingunni. Bíllinn sem ég ek er nýlakkað- ur og ég styð fingri á hann til þess að athuga hvort lakkið sé þornað. Að ýmsu þarf að gá áður en lagt er af stað, en tæknimaður minn, Antonio Bellentani er vel með á nótunum, og oft er hann fyrri til að laga það sem laga þarf. Ég ek fimm hringi á brautinni og þrautreyni bílinn. Til að byrja með virka bremsurnar nokkuð stirðar og taka ójafnt í. Tækni- mennirnir verða varir við þetta, gefa mér merki um að stoppa, og laga það sem laga þarf. Síðan er 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.