Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 47

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 47
rit bæði með álagi og án og rönt- genmynd af brjóstholi skal gera ef læknirinn telur sérstaka ástæðu til. Gefið er úr skírteini sem gefur íþróttamanninum æf- inga- og keppnisleyfi í eitt ár. Að síðustu er talin ástæða til að hafa reglubundið eftirlit með afreks- íþróttamönnum, þar sem líkams- álag er oft gífurlegt á þá, auk þess sem slíkt eftirlit er talið geta auk- ið afreksgetuna og jafnvel minnkað slysatíðni. 2. Koma í veg fyrir meiðsli. Gefa leiðbeiningar um val íþróttagreinar og vera ráðgefandi um útbúnað og aðstæður. 3. Greining og meðferð íþróttameiðsla: Mikilvægasta atriðið. íþróttaiðkendur sem meiðast eru oft vanræktir, þeir hljóta lít- inn skilning meðal lækna al- mennt, einkum er lítill skilningur á sérstöðu íþróttamanna og sér- þörfum. Tími sem glatast á æf- ingum vegna meiðsla er mjög dýrmætur og því árangursríkast Hermann Gunnarsson Framhald af bls. 20 minnir þetta mig á skemmtilegt atvik frá því að ég var fréttamað- ur hjá Vísi árið 1968. Þar var skemmtilegur og samhentur mannskapur, sem var að vinna Vísi upp úr öskunni. Nú stóð fyrir dyrum að Valur léki við sjálft Benfica frá Portúgal. Það var ekki spáð miklu fyrir Val, menn nefndu gjarnan risastórar sigur- tölur fyrir Eusebio og þá félaga. Nú benti einhver mér á að hringja í Sigfús Elíasson, þann aldna ágætismann. Ég ræddi lengi og vel við Sigfús og við komum víða við. Hann var tregur á að segja mér neitt um leikinn sem yfirvofandi var. Þangað til undir lokin. Þá sagði hann: „Það eru sterkir straumar í að koma upp sérstöku kerfi eða íþróttalækningastofum til með- ferðar meiðsla. 4. Þjálfunarleiðbeiningar og prófanir: fþróttalæknir tekur þátt í gerð æfingaskrár, metur þjálfunarstig íþróttamanna, og veitir sálræna hjálp. Einnig almennar leiðbein- ingar varðandi matarræði og lifnaðarhætti. 5. Upplýsingamiðlun og fræðsla: Fyrir íþróttaiðkendurna sjálfa, þjálfara, leiðbeinendur og einnig fyrir aðra lækna. 6. Kynprófun, lyfjapróf. Einkum gert á alþjóðlegum stórmótum. Mikilvægt er að íþróttalæknar veiti íþróttaiðkendum fræðslu um óæskileg áhrif lyfjanotkunar. 7. Rannsóknir í íþróttalæknis- fræði. Að síðustu skulu nefnd nokkur atriði til umhugsunar, varðandi ýmsa þætti íþróttalæknisfræði, sem taka þyrfti til endurskoðunar og e.t.v. endurskipulagningar hér á landi. 1. Endurskipuleggja þarf eftirlit með íþróttamönnum, fylgja síðan reglunum betur eftir en gert hefur verið að undan- förnu. 2. Auka þarf samstarf lækna- stéttarinnar og íþróttahreyfing- arinnar, koma á sérstöku skipu- lögðu starfi lækna í íþróttahreyf- ingunni. Komið hafa fram hug- myndir um sérstakt læknaráð og einnig að skipaðir verði trún- aðarlæknar fyrir öll sérsambönd. 3. Koma þarf upp sérstakri íþróttaklínik í Reykjavík með reglubundnum móttökutíma. Æskilegast væri að slík klínik yrði í tengslum við sjúkrahús, þar sem væri endurhæfingaraðstaða og jafnvel rannsóknaraðstaða í líf- eðlisfræði. 4. Stofna þarf félag áhuga- manna um íþróttalæknisfræði. 5. Mjög æskilegt væri, ef tekin yrði upp einhver kennsla í íþróttalæknisfræði í Læknadeild Háskóla íslands og reglubundin viðhaldsmenntun fyrir lækna á þessu sviði á vegum læknasam- takanna. kringum íslendingana. Þetta verður víst jafntefli sýnist mér. ..“ Það þarf ekki að orð- lengja að Sigfús Elíasson var eini maðurinn í heiminum sem þorði að giska á jafntefli milli Vals og Benfica." Að lokum spyrjum við Her- mann svolítið út í ættfræðina að góðum og gömlum íslenskum sið: „Foreldrar mínir eru þau Gunnar Gíslason, vélstjóri, deildarstjóri já Siglingamála- stjóra. Hann var gallharður KR-ingur og lék með þeim. Mamma var meira á Valshönd- ina. Hún heitir Björg Hermanns- dóttir. Hermann var bróðir hennar, og systir hennar, Krist- björg, sem nú er látin, var móðir þeirra Kolbeins Pálssonar, körfuknattleiksmanns, og Vig- dísar, sem lék með Val í hand- knattleik. Þá er Ingvi Þorsteins- son hálfbróðir móður minnar, og dóttir hans Ellen, var ein besta sundkona landsins um árabil. Svo þú sérð að íþróttirnar hafa blómstrað í okkar ætt,“ sagði Hermann Gunnarsson að lokum. íþróttablaðið áskriftarsímar: 82300 47

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.