Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 33
Ricky Bruch
sem stefnir
að titlinum
„Herra alheimur”
og kringlu-
kastverðlaunum
í Moskvu er
frægt vandræða
barn sænsku
frjálsíþróttanna
mmmmL
WMMuám'
IRK
.. Aln'-íí vW-.'V iVMVÍV,
Náði toppárangri utan dagskrár
Sænski kraftakarlinn
Ricky Bruch er ekki af baki
dottinn. Bruch, sem nú er 33
ára, hefur þrívegis keppt á
Olympíuleikum, en vill ekki
láta við það sitja, heldur
ætlar sér að keppa á
Olympíuleikunum í Moskvu
næsta sumar. Róðurinn
verður þó sjálfsagt þungur
fyrir hann, ekki hvað síst
vegna þess að hann er í ónáð
bæði hjá sænskum frjáls-
íþróttamönnum og frjáls-
íþróttayfirvöldum, sem ótt-
ast jafnvel að bestu frjáls-
íþróttamenn Svía neiti að
fara til Moskvu, ef Bruch
verður í hópnum.
En Ricky Bruch á sér nú einnig
annað takmark til að keppa að.
Hann æfir það sem kallað er
„body building“, og ætlar að
keppa við önnur vöðvafjöll um
titilinn „Herra alheimur“ árið
1980.
Eitt er víst að Buch, sem nú er
33 ára, skortir ekki sjálfstraust.
— Ég get skroppið hérna út og
kastað 63 metra, sagði hann við
blaðamenn fyrir skömmu, og
bætti því við að hann æfði nú
betur en nokkru sinni fyrr og væri
óumræðilega sterkur. — Ég kasta
reyndar ekki kringlu mikið nú-
orðið, en ég hef haldið kröft-
unum og meira að segja bætt við
þá, og það er það sem gildir, sagði
Bruch.
Lágmarkið til þátttöku tveggja
manna frá Svíþjóð í kringlukasti
á Olympíuleikunum eru 64
metrar, og er það lágmark sett af
sænsku Olympíunefndinni.
Verða kringlukastararnir að ná
þeim árangri í viðurkenndu móti.
f ár hafa tveir sænskir kringlu-
kastarar náð þessu takmarki, þeir
Kent Gardenkrans sem kastaði
64,42 metra og Kenneth Aakes-
son sem kastaði 64,40 metra.
Það er opinbert leyndarmál að
stjórn sænska frjálsíþróttasam-
bandsins vill sem minnst um
Ricky Bruch heyra. Þegar for-
maður sambandsins Hermann
Buuts var spurður að því hvort
Bruch yrði sendur ef hann næði
lágmarkinu, svaraði hann því til
að innan sambandsins væru efa-
semdir um að Bruch væri „æski-
legur“ Olympíukandidat. — Það
er ekki eins auðvelt að vinna til
verðlauna á leikunum, og Bruch
heldur, sagði formaðurinn.
Ricky Bruch á reyndar ein
Olympíuverðlaun í fórum sínum.
Hann hlaut bronsverðlaun á
leikunum 1972. Þegar hann
keppti í Montreal 1976, gekk hins
vegar ekki eins vel. Hann komst
ekki einu sinni í úrslitin, og
framkoma hans á leikunum vakti
mikla furðu, þeirra er með fylgd-
ust. Bruch tók svo síðast þátt í
stórmóti 1978 og kastaði hann þá
kringlunni 60,60 metra.
Á sænska meistaramótinu í
sumar ætlaði Bruch að sanna
hvers hann væri megnugur, og
þar sem hann hafði orðið sænsk-
ur meistari árið 1978 átti hann
þátttökurétt í mótinu, án þess að
Framhald á bls. 64
33