Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 24
um nokkra stund, en skrifaði síð- an undir samninginn. Þannig varð ég ökumaður hjá Ferrari. Ég gerði mér grein fyrir því að ýmis ljón voru í veginum. Ég kunni ekki ítölsku, og ýmis önnur vandamál var við að etja. Ég bjó í Monaco og vildi ekki flytja nær brautunum hjá Ferrari, Riorano við Modena. Vildi held- ur leggja það á mig að ferðast á milli. Að frá því snemma á morgnana Dagurinn byrjar hjá mér klukkan 7.30, en þá hringirvekj- araklukkan. Mín fyrsta hugsun á morgnana er að rifja það upp sem fram fór milli mín og Piero Lardi, sem er sonur Ferraris, en hann gefur mér jafnan fyrirmæli á kvöldin hvað skuli gera næsta dag. Morgunverðinn borða ég á svölunum heima hjá mér, þar sem ég hef útsýni yfir höfnina í Monaco, — fæ mér egg, appel- sínusafa, kaffi og ristað brauð. Síðan klæðist ég ferðafötunum. Framundan er þriggja klukku- stunda ferð til Ítalíu. Ég vel þær kasettur sem ég ætla að spila á leiðinni, hendi eldheldu undir- fötunum í töskuna og legg af stað. Ég ek Ferrari 400 á þessurn ferðum mínum. Venjulega er lítil umferð svona snemma á morgn- ana og ég get því sprett úr spori. Oftast er þetta afskaplega til- breytingarlítið ferðalag og leið- inlegt, en þetta er góður bíll og þægilegur. Það fer þó stundum í taugarnar á mér hvað það er erf- itt að lesa af mælunum í bílnum, en ég er vanur því sem kappakst- ursmaður að fylgjast mjög vel með þeim. Sumum finnst hávað- inn í Ferrari 400 óskaplegur, en ég set hann ekki fyrir mig — finnst hann þvert á móti næsta þægilegur. Víða á leiðinni þarf ég að nema staðar og greiða vegatoll. Toll- verðirnir eru farnir að þekkja mig, og kalla til mín um leið og þeir rétta nrér kvittunina:„FIæ, Jody, — gangi þér vel í dag“. Einhvern veginn er það þannig að mér léttir alltaf þegar ég beygi út af þjóðveginum inn á afleggj- arann sem liggur til athafna- svæðis Ferrari, en þar er oftast orðið þröngt á þingi þegar ég kem, naumast unnt að finna stæði fyrir bílinn. ítalskur matur er góður Klukkan er 11,55 þegar ég kem til Fiorano og fyrsti maður sem tekur á móti mér er Ferrari sjálf- ur, sem jafnan er hýr og hress. Við förum saman, ásamt fleirum, til Cavallino til þess að borða hádegismat. Ég er mjög hrifinn af ítölskum mat, en verð að passa mig á því að borða ekki of mikið og vín drekk ég aldrei með matnum. Það kostar svolitlar orðahnipp- Höggdeyfar eru gæðavörur á mjög hagstæðu verói G. varahlutir Ármúla 24 Sími 3-65-10 — Reykjavík 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.