Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 24

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 24
um nokkra stund, en skrifaði síð- an undir samninginn. Þannig varð ég ökumaður hjá Ferrari. Ég gerði mér grein fyrir því að ýmis ljón voru í veginum. Ég kunni ekki ítölsku, og ýmis önnur vandamál var við að etja. Ég bjó í Monaco og vildi ekki flytja nær brautunum hjá Ferrari, Riorano við Modena. Vildi held- ur leggja það á mig að ferðast á milli. Að frá því snemma á morgnana Dagurinn byrjar hjá mér klukkan 7.30, en þá hringirvekj- araklukkan. Mín fyrsta hugsun á morgnana er að rifja það upp sem fram fór milli mín og Piero Lardi, sem er sonur Ferraris, en hann gefur mér jafnan fyrirmæli á kvöldin hvað skuli gera næsta dag. Morgunverðinn borða ég á svölunum heima hjá mér, þar sem ég hef útsýni yfir höfnina í Monaco, — fæ mér egg, appel- sínusafa, kaffi og ristað brauð. Síðan klæðist ég ferðafötunum. Framundan er þriggja klukku- stunda ferð til Ítalíu. Ég vel þær kasettur sem ég ætla að spila á leiðinni, hendi eldheldu undir- fötunum í töskuna og legg af stað. Ég ek Ferrari 400 á þessurn ferðum mínum. Venjulega er lítil umferð svona snemma á morgn- ana og ég get því sprett úr spori. Oftast er þetta afskaplega til- breytingarlítið ferðalag og leið- inlegt, en þetta er góður bíll og þægilegur. Það fer þó stundum í taugarnar á mér hvað það er erf- itt að lesa af mælunum í bílnum, en ég er vanur því sem kappakst- ursmaður að fylgjast mjög vel með þeim. Sumum finnst hávað- inn í Ferrari 400 óskaplegur, en ég set hann ekki fyrir mig — finnst hann þvert á móti næsta þægilegur. Víða á leiðinni þarf ég að nema staðar og greiða vegatoll. Toll- verðirnir eru farnir að þekkja mig, og kalla til mín um leið og þeir rétta nrér kvittunina:„FIæ, Jody, — gangi þér vel í dag“. Einhvern veginn er það þannig að mér léttir alltaf þegar ég beygi út af þjóðveginum inn á afleggj- arann sem liggur til athafna- svæðis Ferrari, en þar er oftast orðið þröngt á þingi þegar ég kem, naumast unnt að finna stæði fyrir bílinn. ítalskur matur er góður Klukkan er 11,55 þegar ég kem til Fiorano og fyrsti maður sem tekur á móti mér er Ferrari sjálf- ur, sem jafnan er hýr og hress. Við förum saman, ásamt fleirum, til Cavallino til þess að borða hádegismat. Ég er mjög hrifinn af ítölskum mat, en verð að passa mig á því að borða ekki of mikið og vín drekk ég aldrei með matnum. Það kostar svolitlar orðahnipp- Höggdeyfar eru gæðavörur á mjög hagstæðu verói G. varahlutir Ármúla 24 Sími 3-65-10 — Reykjavík 24

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.