Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 31
Þannig ,,afgreiðir” Stevenson venjulega keppinauta sína. Högg hans eru gífurlega þung, og hann er jafnvígur á báðar hendur. en þegar Stevenson boðaði komu sína hættu átta þátttakendanna snarlega við að keppa. í undan- úrslitum þessa móts var sem hvorugur keppandinn kærði sig um að sigra, en að lokum var Vestur-Þjóðverjanum Peter Hussing dæmdur sigur yfir Rúmena á stigum og átti því að keppa við Stevenson í úrslit- unum. Þegar kom að þeim leik tilkynnti Þjóðverjinn að hann gæti ekki keppt vegna meiðsla, en líkleg skýring á fjarveru hans þótti þó sú að hann þyrði ein- faldlega ekki að keppa við Stevenson. Það hafði Hussing gert tvívegis áður og í bæði skiptin höfðu leikar farið svo að hann lá meðvitundarlaus í gólf- inu, þegar í fyrstu lotu. Getur Frazier ógnað? Verði Stevenson í góðu formi í Moskvu, sem raunar er ekki að efa að hann verður, er ólíklegt að nokkur geti ógnað sigri hans. Bandaríkjamenn binda miklar vonir við Marvis Frazier, son hins kunna kappa, Joe Frazier sem var heimsmeistari í þungavigt hnefaleika á sínum tíma. En „litli“ Frazier er aðeins 18 ára, og skortir því enn bæði þroska og reynslu, þótt efnilegur sé. Kúbu- menn óttast hann ekki svo mjög. Talið er að eini maðurinn sem gæti veitt Stevenson verulega keppni sé landi hans, Milan, en hann verður ekki meðal kepp- enda á leikunum, — verður að bíða betri tíma. Milan þessi þykir geysilega góður hnefaleikari og jafnvígur á báðar hendur. Hann vakti mikla athygli á kúbanska meistaramótinu í vetur, en þar voru 265 keppendur í þungavigt- arflokknum og keppnin stóð í marga daga. Milan afgreiddi hvern andstæðinginn af öðrum með rothöggum, og komst í úr- slitin, ásamt Stevenson. En keppni milli þeirra fór ekki fram. Framkvæmdaaðili mótsins, Fidel Castro, ákvað að þeir Milan og Stevenson yrðu báðir krýndir meistarar, án keppni. Svona ein- falt er málið hjá Castro! Rafn hf. Sandgerði Símar: Skrifst. 92-7516 Frystih. 92-7518 Saitfiskv. 92-7520 TÖKUM TIL VINNSLU ALLAR SJÁVAR- AFURÐIR Rafn hf. Sandgerði Sími 92-7516 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.