Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 36
Að loknu löngu og þreytandi ferðalagi kom hópurinn á Hotel Princess
Sofia, í Barcelona, klukkustundu eftir miðnætti. Enginn var þó svo eftir
sig eftir ferðalagið, að ekki væri hægt að setjast niður og horfa til Ijós-
myndaranna, en koma Skagamanna til Barcelona vakti mikla athygli í
borginni.
Stórkostleg reynsla
Þar sem seint hafði verið
gengið til náða kvöldið áður tók
hópurinn mánudaginn frekar
seint. Eftir hádegið bauð
F.C.Barcelona Akurnesingum í
skoðunarferð um borgina og að
þeirri ferð lokinni slappaði hóp-
urinn af þar til kl. hálf 7 en þá var
haldið út á aðalleikvang Barce-
lona þar sem átti að hafa æfingu.
Það er ólýsanleg tilfinning sem
grípur mann þegar maður kemur
í fyrsta skiptið inn á slíkan risa-
leikvang. Hann rúmar um 110
þúsund áhorfendur og er geysi-
lega stór eins og gefur að skilja.
Búningsherbergin eru í samræmi
við stærð vallarins og höfðu
menn það á orði að stutt væri í
hið svonefnda víðáttubrjálæði
þegar inn í þau var komið og
menn minntust aðstöðunnar
heima.
Það er alkunna að Spánverjar
eru mjög heitttrúaðir og margir
leikmanna biðjast fyrir áður en
þeir ganga inn á leikvanginn.
Sumir láta nægja að signa sig en
fyrir aðra þarf ekki minna en
heila kapellu. Á leið leikmanna
frá búningsklefum og út á völlinn
er lítil kapella þar sem leikmenn
geta staldrað við og gert sínar
fyrirbænir. Inni í kapellunni er
lítið altari en á veggjum hanga
fánar hinna ýmsu félaga sem
Barcelona hefur leikið við gegn-
um árin.
Æfingin hófst á tilsettum tíma
og stóð yfir í hálfan annan tíma. í
Ný verslun á gömlum grunni
Sportvörudeild Bókaverslunar Jónasar Tómasson-
ar, ísafirði hefur opnað nýja sportvöruverslun að
Silfurtorgi 1, undir nafninu Sporthlaðan. Verslum
með allar almennar sportvörur, sérhæfum okkur í
verslun með gönguskíði og búnað til þeirra.
SPORTHLAÐAN silfurtorgm
ÍSAFIRÐI. SÍML94-4123.
36