Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 41

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 41
hér heima ef miði á knattspyrnu- leik kostaði svipað og á Spáni. En með þessu er ekki nema hálf sagan sögð því að yfirleitt eru laun þar miklu lægri en á íslandi. Mikið um dýrðir „á vellinum“ Þegar komið var í námunda við leikvanginn fór að bera á söluborðum þar sem seldir voru allskonar fánar, veifur og húfur, með merki Barcelona á. Mann- fjöldinn streymdi að og til að leikmenn fengju að komast óáreittir til búningsherbergjanna, ók rútan inn í heljarmikla bíla- geymslu undir stúkunum og þaðan var gengið til klefanna. Lesendur vita eflaust að F.C.Barcelona er eitt ríkasta íþróttafélag í heimi og það er í sjálfu sér ekkert undarlegt þegar litið er á það hvað kostar á völl- inn. Miðinn kostar frá 600—1200 peseta eða frá 3600 ísl. króna upp í 7200 ísl. króna. Þegar að með- altali koma um 70 til 80 þúsund manns á leiki liðsins er ekki nema von að klúbburinn hafi mikið fé á milli handanna. Það myndi ef- laust ekki falla í góðan jarðveg Lið Akraness sem hóf leikinn í Barcelona. Fremri röð frá vinstri: Svein- björn Hákonarson, Sigurður Halldórsson, Kristján Oigeirsson, Guðjón Þórðarson, Árni Sveinsson og Jóhannes Guðjónsson. Aftari röð: Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreðsson, Sigurður Lárusson, Sigmar Ómarsson og Bjarni Sigurðsson. Sigurður Halldórsson fær aðhlynningu hjá lækni Skagamanna fyrir leik- inn. en gífurlegt öryggi er að hafa lækni með í ferð sem þessari. Atvinnumenn — áhuga- menn Á undan leik Akraness og Barcelona var forteikur milli „old boys“ liða Barcelona og Slovan Bratislava frá Tékkóslóvakíu. Leiknum lauk með sigri „Bar- sanna“ en það er uppnefni F.C.Barcelona og liðið er kallað það í daglegu tali. Gömlu menn- irnir sýndu það að lengi lifir í gömlum glæðum því að þeir léku skínandi skemmtilega knatt- spyrnu. En kl. rétt tæplega 9 hófst síðan viðureign Skagamanna og Bars- anna. Ekki verða lesendur þreyttir á langri umfjöllun um leikinn því að dagblöð og aðrir fjölmiðlar hafa lokið því hlut- verki. Leikurinn einkenndist af því að Barsarnir sóttu en Skagamenn vörðust. Leiknum lauk með sigri Barcelona; 5—0. Hver svo sem ástæðan var fyrir svo miklu tapi þá er það skoðun undirritaðs að hér hafi einungis komið fram munurinn á áhuga- mönnum og atvinnumönnum. Það hafa mörg lið fengið slæma útreið í Barcelona og á Spáni yfirleitt er geysilega mikill munur á heimavelli og útivelli. 41

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.