Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 41
hér heima ef miði á knattspyrnu- leik kostaði svipað og á Spáni. En með þessu er ekki nema hálf sagan sögð því að yfirleitt eru laun þar miklu lægri en á íslandi. Mikið um dýrðir „á vellinum“ Þegar komið var í námunda við leikvanginn fór að bera á söluborðum þar sem seldir voru allskonar fánar, veifur og húfur, með merki Barcelona á. Mann- fjöldinn streymdi að og til að leikmenn fengju að komast óáreittir til búningsherbergjanna, ók rútan inn í heljarmikla bíla- geymslu undir stúkunum og þaðan var gengið til klefanna. Lesendur vita eflaust að F.C.Barcelona er eitt ríkasta íþróttafélag í heimi og það er í sjálfu sér ekkert undarlegt þegar litið er á það hvað kostar á völl- inn. Miðinn kostar frá 600—1200 peseta eða frá 3600 ísl. króna upp í 7200 ísl. króna. Þegar að með- altali koma um 70 til 80 þúsund manns á leiki liðsins er ekki nema von að klúbburinn hafi mikið fé á milli handanna. Það myndi ef- laust ekki falla í góðan jarðveg Lið Akraness sem hóf leikinn í Barcelona. Fremri röð frá vinstri: Svein- björn Hákonarson, Sigurður Halldórsson, Kristján Oigeirsson, Guðjón Þórðarson, Árni Sveinsson og Jóhannes Guðjónsson. Aftari röð: Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreðsson, Sigurður Lárusson, Sigmar Ómarsson og Bjarni Sigurðsson. Sigurður Halldórsson fær aðhlynningu hjá lækni Skagamanna fyrir leik- inn. en gífurlegt öryggi er að hafa lækni með í ferð sem þessari. Atvinnumenn — áhuga- menn Á undan leik Akraness og Barcelona var forteikur milli „old boys“ liða Barcelona og Slovan Bratislava frá Tékkóslóvakíu. Leiknum lauk með sigri „Bar- sanna“ en það er uppnefni F.C.Barcelona og liðið er kallað það í daglegu tali. Gömlu menn- irnir sýndu það að lengi lifir í gömlum glæðum því að þeir léku skínandi skemmtilega knatt- spyrnu. En kl. rétt tæplega 9 hófst síðan viðureign Skagamanna og Bars- anna. Ekki verða lesendur þreyttir á langri umfjöllun um leikinn því að dagblöð og aðrir fjölmiðlar hafa lokið því hlut- verki. Leikurinn einkenndist af því að Barsarnir sóttu en Skagamenn vörðust. Leiknum lauk með sigri Barcelona; 5—0. Hver svo sem ástæðan var fyrir svo miklu tapi þá er það skoðun undirritaðs að hér hafi einungis komið fram munurinn á áhuga- mönnum og atvinnumönnum. Það hafa mörg lið fengið slæma útreið í Barcelona og á Spáni yfirleitt er geysilega mikill munur á heimavelli og útivelli. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.