Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 42

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 42
Til marks um það má nefna að Barsarnir hafa ekki tapað leik á heimavelli í mörg ár. Á leik ÍA og Barcelona voru um 50 þúsund áhorfendur og þeir komu til að sjá stórsigur síns liðs. Þetta vissu leikmenn Barcelona og því keyrðu þeir á fullu allan leikinn, enda uppskáru þeir 5 góð mörk. Það fór eins og menn höfðu spáð að dómarinn var hliðhollur Spánverjunum og þeir gengu á lagið. En það má líka alltaf kenna dómaranum um ef illa fer. Síðasti leikur sumarsins Þessi leikur var síðasti leikur Skagamanna þetta keppnistíma- bil. Þá var þetta einnig síðasti leikur Jóhannesar Guðjónssonar með Skagamönnum en hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann hefur verið fyr- irliði Skagamanna í sumar og það var hann einnig í þessum leik. Eftir leikinn héldu menn upp á hótel og fengu sér í svanginn. Og síðan fóru sumir í rúmið en aðrir kusu að gera sér glaðan dag (nótt). Morguninn eftir var haldið frá Barcelona; nokkrir fóru suður á bógin í langþráð sumarfrí en hinir brugðu sér til London í heimleiðinni. Velheppnuð för var á enda og allir voru ánægðir með Spánarförina og það eina sem skyggði á var að tapið í leiknum var helst til stórt. Undirritaður vill koma hér á framfæri þakklæti til hópsins fyrir samveruna þennan stutta en ánægjulega tíma. Og einnig vill hann þakka þær frábæru mót- tökur sem hann fékk hjá gest- gjöfum sínum, þeim Viggó og Evu. TT.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.