Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 65

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 65
A útivelli Kipani hélt stöðu sinni Eftir að Sovétmenn náðu aðeins jafntefli 1—1 í lands- leik sínum í knattspyrnu við Finna í Helsinki í sumar, var landsliðsþjálfaranum Nikita Simonian vikið frá störfum. Nú hafa Sovétmenn ráðið nýj- an landsliðsþjálfara, hinn 58 ára Konstantin Beskov, en hann er enginn nýgræðingur á þessu sviði, var t.d. með sov- éska landsliðið sem komst í úrslit í Evrópubikarkeppninni í knattspyrnu 1963—1964, og var einnig þjálfari Dynamo Moskva, sem komst í úrslit Evrópubikarkeppni bikarhafa 1972. I fyrra var hann svo þjálfari Spartak Moskva, og kom liðinu í 1. deild. Beskov var á sínum tíma frammúr- skarandi knattspyrnumaður og skoraði 103 mörk í þeim 231 leik sem hann lék í sovésku 1. deildar keppninni. Svo virðist sem Beskov ætli sér að söðla alveg um hjá sovéska landslið- inu. Hann tilnefndi strax 27 leikmenn til æfinga með liðinu, og aðeins tveir þessara leik- manna hafa verið í sovéska landsliðinu að undanförnu, þeir Oleg Blochin frá Dynamo Kiev og David Kipiani frá Dynamo Tblisi. Verður fróð- legt að sjá hvernig Beskov og hans mönnum vegnar þegar þeir mæta Vestur-Þjóðverjum í vináttulandsleik, sem fram á að fara í Tblisi 21. nóvember n.k., en það verður fyrsti leik- urinn þar sem Beskov stjórnar liðinu opinberlega. Clemence verður kyrr Þótt flestir knattspyrnu- menn eigi erfitt með að stand- ast gylliboð ríkra knattspyrnu- félaga, eru þó nokkrir sem meta félagsskapinn meira en peninga. Einn þeirta er enski landsliðsmarkvörðurinn Ray Clemence, sem nýlega hefur ritað undir samning við félag sitt, Liverpool, um það að vera hjá félaginu meðan hann leik- ur knattspyrnu. Clemence er 31 árs og hefur hann að und- anförnu fengið hvert tilboðið öðru betra frá bandarískum félögum, og það jafnvel hærri tilboð en til þessa hafa þekkst þegar markvörður á í hlut. Ray Clemence hóf knattspyrnuferil sinn hjá félaginu Schun- thorpe, en með því félagi hóf einnig annar þekktur kappi sinn frægðarferil: Kevin Keeg- an. Liverpool keypti Clemence fyrir upphæð sem svarar til 14 milljóna fyrir 12 árum, og hef- ur félagið sennilega sjaldan gert betri kaup. Nú hefur Ray Clemence leikið rösklega 640 leiki með Scunthorpe, Liver- pool og enska landsliðinu og haldið marki sínu hreinu í 308 þeirra leikja. Eftir að Clemence hafði skrifað undir hinn nýja samning sinn við Liverpool, sagði Bob Paisley, fram- kvæmdastjóri þess, að hann væri afskaplega ánægður. Ekki bara vegna þess að Clemence væri besti markvörður í heimi um þessar mundir, heldur einnig vegna þess að þessi samningur hefði fært sér heim sannindi þess að enn væru til leikmenn, sem mætu íþróttina og félag sitt svo mikils að þeir settu ekki fram svo háar kröfur að félagið færi á hausinn. 65 L

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.