Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 14
okkar stétt í íþróttablaðinu í
sumar í viðtali við landsliðsfyrir-
liðann. Þau orð hefðu betur
aldrei verið sögð, svo ósanngjörn
voru þau“.
Fyrst var það
KR-peysan
hans pabba
Ætlunin var raunar að spjalla
við Hermann um íþróttir og
íþróttafréttamennsku. Hermann
segir okkur frá upphafi síns ferils.
Það hófst allt saman vestur í bæ.
Knattspyrnuvöllurinn litli á
horni Framnesvegs og Sólvalla-
götu hefur fóstrað marga bestu
knattspyrnumenn landsins. Þessi
völlur var eiginlega vagga Her-
manns, sem knattspyrnumanns.
„Þarna voru strákar eins og
Þórólfur Beck, Dalli dómari, Örn
Steinsen og margir fleiri. Þeir
voru eldri en ég, og baráttan var
hörð fyrir mig, smákút, að fá að
leika með þessum stóru strákum.
Fm það tókst þó. Þórólfur fékk
mig til að ganga í KR. Ég átti
heima á Bárugötunni, svo þetta
virtist allt eins og það átti að vera.
Ég fór að æfa með KR. Eitt
skyggði þó á, leikfélagar mínir
voru allir þetta þrem til fimm ár-
um eldri en ég. Ég var því meðal
ókunnugra í 4. flokki en þeir
æfðu með 3. flokki. Ég flosnaði
þarna upp, enda þótt pabbi væri
búinn að gefa mér KR-peysuna
sína, sem hann hafði orðið ís-
landsmeistari í. Nú svo háttaði til
á Bárugötunni að þar voru ein-
hverjir uppreisnarmenn, þeir
einu í öllum Vesturbænum, sem
ekki voru í KR. Ég fylgdist með
þeim á æfingar hjá Víkingi á
Framvellinum gamla við Sjó-
mannaskólann. Ég fór þá í
markið, Hermann Hermannsson
í Val var móðurbróðir minn,
gamalkunnur og vinsæll knatt-
spyrnumaður og landsliðsmark-
vörður. Mér fannst tilheyra að
reyna við hans stöðu. Ég komst
fljótlega í aðallið Víkinganna og
ári seinna flutti fjölskyldan í
Smáíbúðahverfið, Víkingshverf-
ið, svo dæmið virtist ganga upp.
Fyrst í Víking —
síðan í Val
Ég lék í þrjú sumur með Vík-
ing. Þá var staðan sú í því félagi
að einn einasti maður virtist
sinna félaginu, Eggert Jóhannes-
son, afbragðs þjálfari og áhuga-
samur. Hann bókstaflega hélt
lífinu í félaginu og stýrði því í
gegnum boðaföllin. Það var ekki
fyrr en að ég tilkynnti að ég væri
hættur í Víking að forráðamenn-
irnir komu fram á sjónarsviðið.
Þá höfðum við aldrei séð fyrr.
Það var úlfaþytur og hamagang-
ur og forráðamennirnir ásökuðu
Árna Njálsson fyrir að stela leik-
mönnum frá Víkingi, en Árni var
íþróttakennari við skólana í
hverfinu og fyrirliði Vals á leik-
velli.
Umskiptin voru gífurleg. Valur
virtist hafa mun styrkari stjórn og
^ r
mest
selda
tímaritið
Áskriftarsímar 82300 og 82302
Sjúkratöskur og kassa
sem innihalda þaö nauðsynlegasta til
skyndihjálpar við minni slys og meiðsli
Fjölbreytt úrval, ýmsar gerðir og stærðir
fyrir ferðalagið, heimilið og vinnustaðinn
ávallt fyrirliggjandi. Endurfyllum einnig
eldri kassa og kistur.
MUNIÐ
Aðeins í apótekum fáið þér sjúkrakassa
með öllu nauðsynlegu innihaldi því öðrum
er lyfjasala óheimil.
LAUGAVEGS APÓTEK
SKVmHJALP
Við bjóðum
J V.
J
14