Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 44

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 44
III. Staða íþróttalæknisfræði í dag íþróttalæknisfræði mun ekki hafa orðið viðurkennd sérgrein læknisfræðinnar annars staðar á vesturlöndum en í Noregi og önnur vestræn ríki hafa ekki til skamms tíma haft skyldulæknis- skoðun íþróttamanna nema þá helst ísland. í austurevrópuríkj- um hefur slíkt fyrirkomulag hins vegar verið við líði alllengi enda hefur íþróttalæknisfræði staðið þar með einna mestum blóma undanfarin ár. í Sovétríkjunum er mjög vel skipulagt samstarf milli heil- brigðisyfirvalda og yfirvalda iþróttamála. Barnalæknar annast þar árlegt eftirlit forskólabarna sem stunda íþróttir, skólalæknar fylgjast með öllum skólanem- endum og annað eftirlit með íþróttamönnum er fléttað inn í almenna heilsugæslu. Kenningin bak við starf íþróttalækna í Soveíríkjunum mun vera sú að iðkun íþrótta sé ein besta leiðin til að bæta heilsu þjóðarinnar og eftirlitið gengur m.a. út á að finna þá einstaklinga sem ekki hafa náð fullum líkamlegum þroska og fá þeir síðan sérstaka þjálfun og meðferð. Tékkar hafa svipað kerfi og Sovétmenn með skyldu- eftirliti allra íþróttaiðkenda og mjög vel uppbyggðu kerfi íþróttalækna einstakra félaga eða liða (team doctors) einkum fyrir afreksíþróttamenn. í Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi stendur íþróttalæknisfræði á mjög traustum grunni. í Stokk- hólmi hefur verið rekin íþrótta- læknisfræðileg göngudeild um langt árabil, opin öllum íþrótta- iðkendum en sérstakt og mjög náið eftirlit er haft með fremstu íþróttamönnum landsins t.d. landsliðum. Stofnun þessi sinnir jöfnum höndum reglulegu eftir- liti svo og meðhöndlun íþrótta- meiðsla. Á síðustu 20 árum hafa verið stofnaðar slíkar stöðvar víðar um landið. Svíar hafa lengi verið framarlega í hópi þeirra þjóða sem stunda íþróttalæknis- fræðilegar rannsóknir og frá því um 1940 hefur starfað sérstök rannsóknarstofa í þeim fræðum við íþróttaháskólann í Stokk- hólmi (Gymnastiska sentralins- tituionen). Flestar aðrar rann- sóknarstofur í kliniskri lífeðlis- fræði víðs vegar um landið hafa að meira eða minna leyti fengist við rannsóknir á þessu sviði. í Danmörku er ekki rekið skyldueftirlit með íþróttamönn- um, en víða, einkum í stærri bæjum hafa um alllangt skeið starfað sérstakar íþróttalækning- arstofur, alls rúmlega 30 í land- inu, til greiningar og meðferðar á íþróttameiðslum. Við ríkisspítal- ann í Kaupmannahöfn er höfuð- íþróttaklinik landsins í tengslum við endurhæfingardeild spítalans og sérstök rannsóknarstofa í klímskri lífeðlisfræði við Kaup- mannahafnarháskóla sinnir rannsóknum í íþróttalæknis- fræði. Danir eiga sterka erfða- venju á þessu sviði frá dögum þeirra Krogh og Lindhardt (sá fyrrnefndi var sérstaklega þekkt- ur fyrir rannsóknir á öndunar- og blóðrásarfræðum og hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði og lífeðlisfræði 1920). í Bandarikjum Norður— Ameríku er þróað kerfi íþrótta- lækna í tengslum við ákveðin lið 44

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.