Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 5
i Maðinu Hermann fþróttablaðið ræðir við Hermann Gunn- arsson, núverandi íþróttafréttastjóra út- varpsins og fyrrverandi landsliðsmann bæði í knattspyrnu og handknattleik. Her- mann segir í viðtalinu að hann hafi alltaf þótt hreinskilinn og sú hreinskilni kemur fram í viðtalinu, þar sem Hermann fjallar af hisþursleysi þæði um sjálfan sig og aðra, auk þess sem hann segir frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið bæöi á íþróttavöll- unum og við hljóónemann. Kappakstur Einn fræknasti kappakstursmaður heims um þessar mundir er S-Afríkubúinn Jody Schekter, og bendir margt til þess að hann muni hreþpa heimsmeistaratitilinn í ár. I’ grein í fþróttablaðinu er sagt frá einum degi í lífi þessa frækna Ökur-Þórs, en ýmsum þætti ugglaust nóg um að fara jafn langa leið í vinnuna og hann gerir, en Schekter býr í Monaco, en stundar æfingar sínar á Ítalíu. Óskabarn Kastrós Óskabarn Kastrós, einvalds á Kúbu, er hnefaleikarinn Teofilo Stevenson, sem hlaut gullverðlaun í þungavigt bæði á Olympíuleikunum í Munchen og Í.Montre- al. Er Stevenson tvímælalaust í sérflokki ,,áhugamanna“ íþessum þyngdarflokki og stefnir að því að þæta við þriðja Olympíu- gullinu í Moskvu. Er ekki ósennilegt að honum takist það, en líklegt er einnig að sá er hugsanlega gæti veitt honum keþpni sitji heima, en sá er einnig Kúbumaður. Skagamenn í Barcelona Blaðamaður íþróttablaósins fór með Skagamönnum til Barcelona, en þeir kepptu þar seinni leik sinn í Evróþu- keppninni við FC Barcelona. Segir hann frá því ferðalagi í máli og myndum, en Barcelonamenn tóku vel á móti Akurnes- ingum, nema þá helst á knattspyrnuvellin- um, en eins og öllum er í fersku minni sigraði spænska liðið íleiknum 5-0. Ólafur skrifar Grein Ólafs Grétars Guðmundssonar læknis um lyfjamisnotkun íþróttamanna er birtist fyrir nokkru í íþróttablaðinu hefur vakið mikla athygli. Ólafur skrifar grein í blaðið og fjallar aö þessu sinni um heilsu- fræði og heilsugæslu íþróttamanna. Annað Af öðru efni í blaðinu má nefna grein um hinar frægu Press-systur, sem stundum voru reyndar kallaðar ,,Press-bræðurnir“. Þá er sagt frá Bandaríkjadvöl hollenska knattspyrnumannsins Johann Cruyff, Garðar Alfonsson heldur áfram skrifum sínum og leiðbeiningum í badminton, og sagt er frá hátíðarhöldunum í Vestmanna- eyjum þegar Eyjamenn komu heim með íslandsbikarinn í knattspyrnu. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.