Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 5

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 5
i Maðinu Hermann fþróttablaðið ræðir við Hermann Gunn- arsson, núverandi íþróttafréttastjóra út- varpsins og fyrrverandi landsliðsmann bæði í knattspyrnu og handknattleik. Her- mann segir í viðtalinu að hann hafi alltaf þótt hreinskilinn og sú hreinskilni kemur fram í viðtalinu, þar sem Hermann fjallar af hisþursleysi þæði um sjálfan sig og aðra, auk þess sem hann segir frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið bæöi á íþróttavöll- unum og við hljóónemann. Kappakstur Einn fræknasti kappakstursmaður heims um þessar mundir er S-Afríkubúinn Jody Schekter, og bendir margt til þess að hann muni hreþpa heimsmeistaratitilinn í ár. I’ grein í fþróttablaðinu er sagt frá einum degi í lífi þessa frækna Ökur-Þórs, en ýmsum þætti ugglaust nóg um að fara jafn langa leið í vinnuna og hann gerir, en Schekter býr í Monaco, en stundar æfingar sínar á Ítalíu. Óskabarn Kastrós Óskabarn Kastrós, einvalds á Kúbu, er hnefaleikarinn Teofilo Stevenson, sem hlaut gullverðlaun í þungavigt bæði á Olympíuleikunum í Munchen og Í.Montre- al. Er Stevenson tvímælalaust í sérflokki ,,áhugamanna“ íþessum þyngdarflokki og stefnir að því að þæta við þriðja Olympíu- gullinu í Moskvu. Er ekki ósennilegt að honum takist það, en líklegt er einnig að sá er hugsanlega gæti veitt honum keþpni sitji heima, en sá er einnig Kúbumaður. Skagamenn í Barcelona Blaðamaður íþróttablaósins fór með Skagamönnum til Barcelona, en þeir kepptu þar seinni leik sinn í Evróþu- keppninni við FC Barcelona. Segir hann frá því ferðalagi í máli og myndum, en Barcelonamenn tóku vel á móti Akurnes- ingum, nema þá helst á knattspyrnuvellin- um, en eins og öllum er í fersku minni sigraði spænska liðið íleiknum 5-0. Ólafur skrifar Grein Ólafs Grétars Guðmundssonar læknis um lyfjamisnotkun íþróttamanna er birtist fyrir nokkru í íþróttablaðinu hefur vakið mikla athygli. Ólafur skrifar grein í blaðið og fjallar aö þessu sinni um heilsu- fræði og heilsugæslu íþróttamanna. Annað Af öðru efni í blaðinu má nefna grein um hinar frægu Press-systur, sem stundum voru reyndar kallaðar ,,Press-bræðurnir“. Þá er sagt frá Bandaríkjadvöl hollenska knattspyrnumannsins Johann Cruyff, Garðar Alfonsson heldur áfram skrifum sínum og leiðbeiningum í badminton, og sagt er frá hátíðarhöldunum í Vestmanna- eyjum þegar Eyjamenn komu heim með íslandsbikarinn í knattspyrnu. 5

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.