Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 25

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 25
 lif'ctnbod r OA HAMPION 1 * - v 1 - . i Heill hópur tæknimanna starfa á vegum þeirra fyrirtækja er gera bíla út íkappakstur. Þeir fylgja kappakstursmönnunum hvert sem þeir fara og eru svo þjálfaðir að þeir geta t.d. skipt um hjólbarða á innan við mínútu. Viðbrögð og hraði tæknimannanna getur líka oft ráðið úrslitum íjafnri og harðri keppni. ingar á hverjum einasta degi. Mér er boðið vín, en segi alltaf nei takk. — En Jody, segja þeir, — bara pinulítið rósavín. Það skaðar engan. — Nei, segi ég, — ekki vín. Allt í lagi, segir Ferrari þá venjulega, — ég skal drekka þinn skammt. Undir borðum er spjallað um heima og geima. Rætt er um síð- ustu kappaksturskeppni, og þá næstu. Hvað hafi verið að síðast, og hverju þurfi að kippa í liðinn, áður en slagurinn hefst að nýju. Þegar við komum út aftur hitt- um við tæknimennina, sem einn- ig hafa verið í matarhléi. Þeir eru þá oft að selja límmiða og lykla- kippur, en af því hafa þeir tölu- verðar aukatekjur. Nú, eða þá að spjalla við stúlkur sem komið hafa í heimsókn. Félagarnir koma Síðan er haldið út að æfinga- brautinni. Þar er skrifstofa Ferr- aris á gömlum bóndabæ, málað- ur eldrauðru .og hvítur. Meðan verið er að ræða hvað gera skuli í dag, koma hinir kappaksturs- mennirnir einn af öðrum. Félagi minn á brautunum, Gilles Vill- eneuve kemur alltaf á óskaplegri ferð og ekur á tveimur hjólum, jafnvel inn á bílastæðið. — Ég var þrjá og hálfan tíma frá Cannes, segir hann og er hinn ánægðasti. — Ég stríði honum þá stundum með því að spyrja hvað hafi tafið hann svona voðalega. Kappakstursbílarnir koma síðan og eru þeir fluttir á flutn- ingabílum að brautinni. Við skoðum þá í krók og kring, en síðan er tími til kominn að skipta um föt, en við höfum góða bún- ingsklefa, þar sem við geymum gallana sem við ökum í, hjálma og skó. Ferrari ekur Fiat Þá er allt orðið tilbúið til æf- ingaakstursins. Ferrari sjálfur er kominn á vettvang á bláum Fi- at-bíl sínum, og með honum eru þeir gestir sem boðið hefur verið að fylgjast með æfingunni. Bíllinn sem ég ek er nýlakkað- ur og ég styð fingri á hann til þess að athuga hvort lakkið sé þornað. Að ýmsu þarf að gá áður en lagt er af stað, en tæknimaður minn, Antonio Bellentani er vel með á nótunum, og oft er hann fyrri til að laga það sem laga þarf. Ég ek fimm hringi á brautinni og þrautreyni bílinn. Til að byrja með virka bremsurnar nokkuð stirðar og taka ójafnt í. Tækni- mennirnir verða varir við þetta, gefa mér merki um að stoppa, og laga það sem laga þarf. Síðan er 25

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.