Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 10

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 10
Vaxtarrækt Ég er mun betur undirbúinn í ár Núverandi íslandsmeistari karla,- Sigurður Gestsson frá Akureyri verður meðal keppenda og verður eflaust erfitt að ná titlinum af honum. Sigurð- ur hefur æft geysilega vel frá í júlí — fyrst 4 sinnum í viku en undanfarna mánuði hefur hann æft 6 sinnum í viku. Allt að 2-3 tíma í senn. Sigurður hefur keppt á íslandsmótinu í vaxtar- rækt frá upphafi — 1982, fyrst í 70 kg flokki en síðustu þrjú árin í 80 kg flokki. Hann hefur jafnan borið sigur úr býtum í sínum þyngdarflokki en varð fyrst íslandsmeistari yfir alla flokka í fyrra. Núna verður hann lík- lega í 90 kg flokki og hefur því bætt töluvert við sig. „Ég er mun betur und- irbúinn í ár en í fyrra og er meiningin að sjálfsögðu að verja titilinn. Ég er ekki viss um hverjir verða mínir helstu keppinautar því ég veit ekki hvernig þeir standa sig í Reykjavík. Reyndar hef ég ekki miklar áhuggjur af þeim. Þó hef ég heyrt af einum — Valla sem er nokkuð góður. Hann er að keppa í fyrsta skipti og er það ansi erfitt“. Að sögn Sigurður er mjög mikill uppgang- ur í vaxtarrækt á Akureyri bæði hvað almenning og keppnisfólk varðar. Reikna má með um 10 keppendum frá Akureyri á íslandsmótinu. Unglingarn- ir eru sterkir,stúlkurnar í framför og verða tvær þeirra á meðal keppenda á Broadway. Ég kem — sé og sigra Aðalkeppinautur Sigurðar á íslands- mótinu í fyrra var Kári Ellertsson frá Akureyri. Sterkir þessir Akureyringar! Hann varð íslandsmeistari í þungavigt en varð að lúta í lægra haldi í keppni yfir alla flokka. Kári verður ekki meðal keppenda í ár vegna annríkis. Hann hefur nýtekið við starfi sem yfirþjónn í Klúbbnum og hefur ekki getað æft sem skyldi. „Það er gífurlegt mál að taka þátt í íslandsmótinu í vaxtarrækt. Maður þarf alveg hálft ár til að keyra á og stefna á einn dag til að vera í sem bestu formi. Þetta þarf að vera alveg úthugs- að, 3-4 mánuðir fara í uppbyggingu og 2 mánuðir í að skera rólega niður. Annars æfi ég annað slagið,tek syrpur þegar ég er orðinn slappur. Ég fer Sigurður Gestsson íslandsmeistari 1985. Kári Ellertsson verður ekki með í ár. kannski að hugsa mér til hreyfings fyr- ir næsta ár og eigum við ekki að segja að ég komi,sjái og sigri þá“,segir Kári og kímir. En hverjir eru sigurstranglegastir í ár að hans mati? „Sigurður Gestsson er orðinn vanur keppandi og er hann sigurstranglegastur. Hann er járnkarl og ég veðja á hann. Valli hefur lagt mikið á sig en er að keppa í íyrsta skipti. Hann er þar af leiðandi að prófa sig áfram og hefur aldrei skorið sig niður fyrr. Það gæti reynst honum dýr- keypt“. Aldrei skilið þegar menn eru að kvarta Þessi umtalaði Valli heitir Valbjörn Jónsson og er 25 ára. Hann keppir í fyrsta skipti í vaxtarrækt en hóf æfing- ar um mitt ár 1982. „Ég var mest að gutla í byrjun til að friða samviskuna eftir helgar“. Valli fór að hugsa um ís- landsmótið fyrir alvöru í nóvember síð- astliðnum og setti markið þá á keppn- isdaginn í apríl. Hann keppir í yfir 90 kg flokki og verður líklegast eini kepp- andinn í þeim flokki. Valli telur núver- andi íslandsmeistara í vaxtarrækt sig- urstranglegastan yfir alla flokka en auðvitað æfir hann sjálfur með því hugarfari að vinna. „Ef ég er raunsær þá verður fyrsta mótið alltaf frekar prufukeyrsla. Takmarkið er að koma titlinum aftur til Reykjavíkur — ef ekki í ár þá seinna. Það er ómögulegt að hafa hann á Akureyri! Gífurlegan undirbúning þarf til að vera á toppnum á réttum tíma. Hvernig ætli þeim undirbúningi hafi verið hátt- að hjá Valla? „Tímabilið desember — febrúar fór í að lyfta miklum þyngdum með færri endurtekningum. Samhliða því borðaði ég mikið og valdi fæðuna vel. í mars og fram að móti æfi ég öðruvísi. Þá er verulegur niðurskurður á mataræði,fleiri æfingar á viku oft tvisvar á dag. Þá tek ég léttari þyngdir með fleiri endurtekningum og reyni að ná öllu fram sem ég er búinn að byggja upp“. Valli æfir vanalega í 1 1/2 — 2 tíma í senn en fyrir mót lengist tíminn um allt að klukkustund. „ Mataræði skiptir alltaf miklu máli hjá íþróttafólki og er jafnvel enn þýðingarmeira hjá þeim sem eru í vaxtarækt." Mataræðið skipt- 10

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.