Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 67

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 67
Körfubolti „Ég er ekki mjög bjartsýnn á árangur í keppninni því við erum að etja kappi við gríðarlega sterkar þjóðir. Finnar og Svíar eru góðir en ég veit minna um Frakka. Karlalandslið þeirra er í A-riðli og er körfuknattleikur því nokkuð hátt skrifaður í Frakklandi. Mestu mögu- leikar okkar eru því gegn þeim og Dönum. Best er að segja sem minnst fyrir svona keppni og standa við meira. Ef hlutirnir ganga upp hjá okkur getur allt gerst. Árangur íslendinga í Evrópu- keppni unglinga hefur ekki verið glæsi- legur hingað til. Einn sigur í síðustu 20 leikjum. Flestir okkar unglinga- landsliðsmannna hafa gengið í gegnum harðan skóla hjá okkur í unglingastarf- inu. Leikreyndasti maðurinn Guðjón Skúlason hefur t.d. leikið 16 unglinga- landsleiki og eru aðrir leikmenn með allt að 10 leiki. Margir hafa fengið sína eldskírn í úrvalsdeildinni og eru lykil- menn hjá sínum félögum. Þeir hafa öðlast reynslu og eiga að vera tilbúnir í svona keppni. Undirbúningur fyrir Evrópukeppn- ina hefur ekki verið mikill því leikið var mjög stíft í úrvalsdeildinni undir lokin. Við treystum því á félögin að halda leikmönnunum í góðri æfingu. Síðustu 3-4 vikurnar fyrir keppnina hafa þó arinnar! Guðmundur Bragason fiefur vakið athygli með sínu skólaliði í Bandaríkj- unum. Nýlega setti hann tvö skólamet í körfu. Hann tók 21 frákast í einum leik og blokkeraði 9 skot. verið dálítið strembnar og var æft tvisvar á dag yfir páskana. Við höfum því verið að slípa liðið saman núna rétt fyrir mótið. Æskilegt hefði verið að fá æfingaleiki erlendis en við lékum þess í stað við lið úr úrvalsdeildinni". UPPRENNANDI LANDSLÐSMENN Að sögn Jóns eru strákamir í ungl- ingalandsliðinu mjög efnilegir og telur hann að þrír til fjórir þeirra verði komnir í A-landsliðið eftir 2 ár. „Það sem mér finnst standa íþróttinni fyrir þrifum núna þegar við erum komnir með svona gríðarlega mikinn efnivið til að vinna úr er skortur á færum þjálfur- um. Að mínu áliti ættum við að Ieita meira til Bandaríkjanna eftir þjálfurum sem geta fengið ársleyfi frá skólum og kennt hér í einn vetur. Þeir gætu þá haft aðstoðarmann í hverjum flokki sem þeir myndu þjálfa upp. Ef þetta væri gert á tveggja til þriggja ára fresti myndum við ná enn skjótari árangri og uppbygging yrði markvissari. Það kem- ur okkur til góða að vera lausir við bandarísku leikmennina því það hefur orðið endumýjun í öllum liðum. Og strákarnir hafa fengið að spreyta sig sjálfir - ekki bara að gefa á Ameríkan- ana. Ég held að körfuboltinn á íslandi eigi eftir að fara mjög hröðum skrefum upp á við á næstu árum. Á sama tíma og fótboltinn og handboltinn eru að missa sína bestu menn erlendis höld- um við í alla okkar. Nema þá sem við hjálpum til að koma í skóla í Bandaríkj- unum“. — Hvernig er unglingastarfi háttað úti á Iandsbyggðinni? „Við íylgjumst vel með því starfi og náum góðu samstarfi við þau með því að bjóða þeim að senda sína bestu leik- menn í æfingabúðir hjá okkur. Einnig höfum við áhuga á að halda æfinga- búðir og námskeið úti á landi. í dag er mjög áberandi hvað liðin úti á landi ná góðum árangri í körfubolta í gegnum alla aldursflokka. Haukar, Njarðvík og Keflavík hafa náð góðum árangri. Mjög öflugt starf er einnig í Grindavík á Akureyri og á Sauðárkróki. Það virðist því vera hægt að spila körfubolta hvar sem tvær körfur eru og lítill salur. Þó er áberandi hvað þau byggðalög sem fengið hafa ný íþróttahús koma sterk út í öllum yngri flokkum, t.d. Grinda- vík. Framtíðin er í yngri flokkunum og er greinilegt hvað félögin hafa tekið undir þetta og byggja upp gott ung- lingastarf. Það hefur gert okkar starf ánægjulegra fyrir bragðið og einnig auðveldað okkur hve foreldrar drengj- anna styðja vel við bakið á þeim. Strák- arnir fjármagna allar ferðir sjálfir með sölustarfsemi eða annarri fjáröflun. Ég held að allir hafi mikla ánægju út úr svona unglingastarfi. Hver vill ekki sínu barni vel í íþróttum? íþróttir eru það besta sem við getum gefið börnun- um okkar í dag sem félagslega upp- byggingu". Nokkur verkefni bíða unglinga- landsliðs okkar að Evrópukeppninni Iokinni. í júni verða þrjú lið send á Stokkholm Basket. Drengjalandsliðið hefur undirbúning fyrir Evrópukeppni 1987 og sömu sögu er að segja um unglingalandsliðið sem keppir 1988. í júní næstkomandi eigum við von á úrvalsliði frá Kentucky í Bandaríkjun- um. Leikur liðið við unglingalandslið okkar. Einn úr liði Kentucky er talinn einn af þremur bestu leikmönnum i Bandaríkjunum í sínum aldursflokki. Líkast til spilar hann í NBA eftir nokk- ur ár. Stjörnur framtíðarinnar hafa því greinilega í nógu að snúast og vonandi leita þær á réttar brautir. 67

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.