Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 65

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 65
En hverjir eru í sama gæðaflokki markvarða í heiminum og hann - og hver er bestur að hans mati? „í síðustu heimsmeistarakeppni hreifst ég mest af Dino Zoff og markverði Kamerún N’Kono. Sem stendur hef ég mest dálæti á Schumacher". Ekki langar Dassaev að leika í öðru landi þó svo það sé freistandi að lifa lífi atvinnumannsins í Vestur- Evrópu. Hann vill þó ekki yfirgefa föðurlandið.fjöl- skylduna og félagið þar sem hann ætlar að ljúka sín- um ferli. í Sovétríkjunum eru margir ungir og efnilegir knattspyrnumenn sem virðast til alls líklegir en þegar þeir ná ákveðnum gæðaflokki og þurfa að etja kappi við andstæðinga í Vestur-Evrópu þá valda þeir von- brigðum. Hver er skýringin að mati Dassaevs? „Unga knattspyrnumenn hér langar eðlilega að ná sem lengst með félagsliði eða landsliði eins og alla dreym- ir um. Þegar því takmarki er náð er eins og þeir verði kærulausari og taka nauðsyn tæknilegra æfinga og leikskipulag ekki alvarlega“. Knattspyrnumenn í Sovétríkjunum eru ekki at- vinnumenn en eflaust fá þeir borgað undir borðið. Dassaev er á því að leikmenn í Vestur-Evrópu hugsi númer eitt um peninga en þjóðræknin fylgi á eftir. Hann segir ennfremur að í Sovétríkjunun sé þessu öfugt farið. Ég tala stanslaust Enginn er fullkominn stendur einhvers staðar og því er fróðlegt að heyra hvaða galla Dassaev telur sig hafa. „Ég þarf að vinna á hverjum degi að öllum þeim atriðum sem tilheyra markvörslu. Ef markmenn gera það ekki glatast hæfileikarnir fljótt. Mistök mín eru ekki þau sömu frá leik til leiks. Einn veikleiki minn kemur kannski fram í einum leik og annar í þeim næsta. Það sem mér finnst mest áríðandi hvað leiki varðar er að vera vel undirbúinn sálfræðilega. Oft geri ég mistök þegar ég er taugastrekktur en best er að vinna bug á því og halda ró sinni með því að láta stanslaust í sér heyra“. 65

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.