Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 72

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 72
SKOTLAND í VANDA Skoska landsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðilinn til Mexíkó síð- astliðið haust sællrar minningar og ætlar sér engu minni hlut en í keppn- inni á Spáni þar sem þeir töpuðu ekki leik - en komust samt ekki í undanúrslit. Alex Ferguson fram- kvæmdastjóri liðsins hefur þó höfuð- verk þessa dagana því landsliðið hef- ur aðeins skorað 5 mörk í síðustu 8 leikjum liðsins. Þá vantar því því til- finnanlega markaskorara. Þó er ekki hægt að segja að þeir séu í hallæri hvað mannskap varðar því eigi færri en 8 leikmenn koma til greina sem framlínumenn í liðinu. FRAMK McAVENNlE West Ham hefur leikið tvo landsleiki og skoraði eitt mark. Hann er ein af nýju stjörnunum í ensku knattspyrnunni, halda mörk hans West Ham í toppbaráttunni. KENNY DALQLISH framkvæmda- stjóri Liverpool hefur leikið 100 landsleiki og skorað 30 mörk. Hann hefur lítið leikið með Liverpool í vet- ur sökum þess að lan Rush og Paul Walsh hafa skorað mörk. Þrátt fyrir skort á leikæfingu er miklar líkur á því að Dalglish verði í hópnum sem fer til Mexíkó því reynsla hans og hæfileikar gætu reynst dýrkeyptir í keppninni. CHARLIE NICOLAS hef- ur leikið vel með Arsenal að undan- förnu. Hann á 13 landsleiki að baki og hefur skorað 5 mörk. Ferguson er Á útivelli hrifinn af Kampavíns Kalla og haldi hann áfram að leika vel fyrir Arsenal gæti hann unnið sér fast sæti í lands- liðinu. MAURICE JOHNSTONE Celtic hefur leikið 9 landsleikik og skorað 4 mörk. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða sem gætu reynst honum dýrkeypt þegar líður að úrslitunum í Mexíkó. STEVE ARCHIBALD hefur leikið 26 lands- leiki og skorað 4 mörk. Síðast skor- aði hann á Spáni fyrir fjórum árum. Terry Venables er ánægður með Steve hjá Barcelona og gæti reynsla hans gegn góðum vamarmönnum á Meginlandinu haft mikið að segja í Mexíkó. GRAEME SHARP hefur ekki náð að skora í þeim 5 lands- leikjum sem hann hefur leikið fyrir Skotland. Ef hann heldur áfram að leika vel fyrir Everton verður erfitt fyrir Ferguson að skilja hann eftir heima. DAVID SPEEDIE hefur held- ur ekki skorað í sínum 4 landsleikj- um. Hann er ein af ástæðunum fyrir velgengni Chelsea og leikur jafn vel og hver annar framlínumaður í Englandi. PAQL STQRROCK hefur leikið 15 landsleiki og skorað 3 mörk. Hefur leikið vel fyrir Dundee Otd. og þarf að halda forminu ef hann ætlar sér til Mexíkó. Vonandi vandar Ferguson valið því ekkert lið vinnur leiki án þess að skora mörk. VERÐÍIR HANN STJARNANí MEXIKÓ Danski snillingurinn Michael Lau- drup er án efa einn efnilegasti knatt- spyrnumaður heims um þessar mundir. 18 ára gamall var hann kos- inn knattspyrnumaður ársins í Dan- mörku og þremur árum síðar 1985 hlaut hann útnefninguna aftur. Fyrir- liðar allra danskra liða í þremur efstu deildunum gáfu eitt atkvæði en Sepp Piontek þrjú. Laudrup varð efstur í valinu með 16 atkvæði í öðru sæti með 10 atkvæði varð John Sivebæk sem nýlega var seldur til Manchester Qnited og þriðji var Prepen Elkjaer- Larsen með 6 atkvæði. Eins og flest- um er kunnugt leikur Laudrup sem stendur með Juventus á ltalíu og stendur sig frábærlega. I kjöri knatt- spyrnumanns Evrópu 1985 hafnaði Laudrup í 4.sæti á eftir Platini, Elkjaer-Larsen og Schuster. Fram- kvæmdastjóri Juventus, Giovanni Trapattoni er ánægður með Laudrup og segir hann hafa allt til að bera. „Hann sparkar af tilfinningu,hefur aðdáunarverða yfirsýn og sér mark- tækifærin áður en þau skapast. Hann sparkar fast og er að mínum dómi betri en Johan Cruyff var á hans aldri“. Michael Laudrup hefur leikið frábærlega með danska landsliðinu og skorað 17 mörk í 25 Ieikjum. Þá er bara að bíða og sjá hvort að piltur- inn skrái ekki nafn sitt á spjöld sög- unnar í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó í sumar. 72

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.