Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 38
Néné hefur leikið
flesta landsleiki
fyrir Portúgal -
66 talsins. Hann
leikur nú sitt
20. tímabil í
1. deild.
ykkar,t.d. Pétur Pétursson og hef fylgst með fram-
gangi Tony Knapp með íslenska landsliðið. Við Tony
þekkjumst ágætlega, ég hitti hann síðast í desember
á leik í Southampton."
Nú verður Knapp ekki áfram með íslenska lands-
liðið. Hefur þú áhuga?
„Ætli það. Starf landsliðsþjálfara höfðar ekki til
mín. Ég vil vera virkur í hverri viku, ekki stjórna liði í
örfáum leikjum."
gleyma því oft, að hann var að fást við menn, ekki
dýr“.
MÖGULEIKAR PORTÚGALS í HM? “Ég vona að
sjálfsögðu að lið okkar nái langt. Það verður vissu-
lega erfitt en riðillinn býður upp á góða möguleika til
að komast áfram“.
„Danmörk og Portúgal geta
komist áfram“
Englendingurinn JOHN MORTIMER er framkvæmda-
stjóri/þjálfari Benfica. Hann þjálfaði Benfica á árun-
um 1976-1979 og gerði liðið að meisturum 1976.
Síðustu 6 árin hefur hann verið aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá Southampton, hægri hönd hins
virta Lawrie Mc Menemy, en er nú aftur við stjórnvöl-
inn hjá Benfica.
Hvaða augum lítur hann á portúgalska knatt-
spyrnu, t.d. í samanburði við enska?
„Portúgölsk knattspyrna er án efa á uppleið, bæði
hjá félagsliðunum og landsliðinu. Þrjú bestu liðin hér
gætu spjarað sig vel í 1. deildinni heima (í Englandi),
þ.e. ef leikið væri við þeirra aðstæður."
Hvað um möguleika Portúgala í Mexíkó, styrk liðs-
ins og veikleika?
„Það eiga óvænt úrslit eftir að líta dagsins ljós í
Mexíkó. Lönd eins og Danmörk og Portúgal geta
komið á óvart. Ég held að Portúgal komist áfram, en
allt byggist á því hvernig lykilmenn liðsins spjara sig.
Bento, Pacheco, Carlos Manuel og Comes eru topp-
arnir í liðinu og frammistaða þeirra og „form“ skiptir
höfuðmáli.
Markvarslan er sterk, sömuleiðis miðvallarspilið,
en vörnin gæti orðið vandamál. Gomes er lykilmaður
í framlínunni, en hinn ungi FUTURE frá Porto gæti
slegið í gegn.“
„Hef fylgst með framgangi Tony
Knapp með íslenska landsliðið“
Hefurðu fylgst eitthvað með íslenskri knattspyrnu?
„Ég kannast við nokkra af atvinnumönnunum
„Csernai vantar mannlegu
hliðina“
Síðasti viðmælandi okkar er ANTONIO DE OLIV-
EIRA. Eftir að hann lagði skóna á hilluna fyrir 5 árum
hefur hann verið aðstoðarframkvæmdastjóri Benfica.
Honum hefur oftar en einu sinni verið boðið að taka
við liðinu, en jafnan neitað, ekki sagst tilbúinn. Við
spyrjum hann um þá þjálfara sem hann hefur unnið
með.
„Sá fyrsti var Baroti. Hann var orðinn nokkuð full-
orðinn, 68 ára, en mjög góður þjálfari. Sven-Göran
Eriksson var í tvö ár og gerði verulega góða hluti.
Hann var ungur og ferskur, kom með nýjar hug-
myndir og breytti leikstíl Benfica. Pal Csernai er
ágætur þjálfari, en vantar mannlegu hliðina. Mér er
vel kunnugt um meðferð hans á Sigurvinssyni (Ás-
geiri) þegar hann var hjá Bayern. John Mortimer er
önnur manngerð. Ég þekki hann vel, því hann þjálf-
aði mig í þrjú ár er hann var hjá Benfica í fyrra skipt-
ið. Hann er mjög almennilegur maður og góður þjálf-
ari, með „professional" vinnubrögð."
Toni fylgist vel með í alþjóðlegri knattspyrnu. Gef-
um honum orðið: „Ég lék minn fyrsta Evrópuleik á
íslandi og man því vel eftir heimsókninni þangað.
Hótel Loftleiðir og Geysir koma fyrst upp í hugann.
Síðan þá hafa greinilega orðið miklar framfarir í ís-
lenskri knattspyrnu, því þið eigið fjöldann allan af at-
vinnumönnum viðs vegar um Evrópu.
Sigurvinsson, Petursson og Guðjohnsen eru þekkt
nöfn, og svo man ég eftir stórglæsilegu marki Thord-
arsonar (Teits) gegn Spáni sl. sumar.“
Hefurðu áhuga á að gerast þjálfari á íslandi?
„Ég er alltaf tilbúinn að hlusta á tilboð.“
Að lokum sagði Oliveira að Benfica væri tilbúið til
38