Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 19

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 19
Þorbjörn Rússar með þessa stóru og þungu menn hafa ekki náð að aðlaga sig nýrri varnaraðferð, 3-2-1 sem þeir urðu að taka upp þegar liðin voru farin að finna inn á veikleika 6-0 varnarinnar sem þeir léku. Rúmenar voru óheppnir að missa Stinga. Leikaðferð þeirra miðaðist of mikið við hann og því fór sem fór. Dan- ir voru í lélegri þjálfun og úthaldið Þorbjörn Jensson, fyrirliði landsliðsins með bangsann sem hann sagði að yrði lukkubangsi liðsins í Seoul 1988. Við fórum einu sinni í bæinn í röskan klukkutíma. Við matborðið á leikdög- um var bannað að spauga þannig að landsliðsmenn sem eru venjulega hressir urðu að halda aftur af sér. Á leið í leikina var bannað að hlusta á segulband og einnig eftir leiki. Annars leið dagurinn þannig að við vorum ræstir klukkan 8.30 og þá var morgun- verður. Eftir það var æfing, því næst matur og þar á eftir videófundur. Síð- an var hvíld inni á herbergjum þar sem ekki mátti sofa heldur aðeins slaka á. Því næst var farið með rútu á leikina og leikið og síðan farið heim aftur. Allir áttu að fara inn á herbergin klukkan 11. BÖLVAÐUR KARLINN Menn hreyfðu aldrei mótmælum. Sögðu ef til vill „bölvaður karlinn" en fóru svo eftir því sem hann sagði. Þó verður að segjast eins og er að það er miklu betra að ná upp aga þegar vel gengur. Síðan er spurning hvort það er hægt þegar verr vegnar. Bogdan er góður þjálfari. Á því er enginn vafi. Æfingar hans byggja menn upp bæði handknattleikslega og lík- amlega. Leikskipulagið er einnig kerf- isbundið og agað og sífellt er verið að þróa það. Langtímamarkmið með ög- uðu leikskipulagi er byggt á því að menn nái að þróa ákveðinn frumleika í Ieiknum og brjótist út úr leikkerfunum eins og þeir gera Kristján Arason, Atli og Þorgils Óttar. Þeir bregða oft út af og þá oftast á hárréttum augnablik- um.“ — Er ekki skemmtilegt þegar vel gengur? „Maður kann að meta það eftir allt erfiðið sem verður þá ekki til einskis. Það skiptir engu að vera frægur. Mað- ur verður ekki betri maður á því.“ — Hver var helsti lykill þess að svo vel gekk? „Það eru margir hlutir sem koma saman. Það sem fleytti okkur langt var tapið gegn Kóreu. Það var útbreiddur misskilningur að Kóreuleikurinn væri auðunninn. Ég gerði mér grein íyrir því að þeir voru verðugir andstæðing- ar og að leikskipulag þeirra hentaði okkur illa. Þeir léku framarlega, voru með skemmtilegar fléttur og það var ákveðinn ótti í mönnum fyrir leikinn. Mér fannst Bogdan ekki bregðast rétt við eftir leikinn. Hann hefði þurft að byggja Ieikmennina upp — þess í stað reif hann menn niður. Eftir þetta reyndi á „karakterana“ í liðinu. Við leikmennirnir héldum fund um ástand- ið og ég benti mönnum á að þeir væru ekki að leika fyrir Bogdan heldur fyrir sjálfa sig. Jákvæða viðhorfið varð að koma frá okkur sjálfum. Menn settust því niður og komust að þeirri niður- stöðu að nú varð að duga eða drepast. Við höfðum allt að vinna en engu að tapa“. Nú náði 21 árs liðið sem nú er að mestu A-landsliðið sjöunda sæti í heimsmeistarakeppni þess aldurs- flokks fyrir nokkrum árum. Er sjötta sætið svo mikil viðbót? „í svona móti fylgir liðum ákveðin heppni eða óheppni. Aldrei þessu vant fylgdi heppnin okkur. Einar varði víti á síðustu sekúndum leiksins gegn Tékk- um. Við getum engan veginn reitt okk- ur á svo góða frammistöðu á næstu Ólympíuleikum. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að halda þessu sæti. Það þarf mikla þjálfun til þess að ná svo langt og það þarf jafnmikið eða meira til þess að halda því“. RÚMENAR VORU ÓHEPPNIR — Hvað með hin liðin í keppninni? „Keppnin einkenndist af því að Austurblokkin, fyrir utan Júgóslava, stóð sig illa. Ef til vill eru liðin farin að nota of mikið sama mannskapinn. varð þeim að falli í keppninni. Ég tel að Vestur-Þjóðverjar ætli sér alltaf of mik- ið í stórmótum. Ef eitthvað bjátar á hrynur allt. Þeir hafa bæði mannskap- inn og peningana en stefna alltaf of hátt. Austur-Þjóðverjar voru með næstbesta liðið í keppninni en voru óheppnir að vera í riðli með Júgóslöv- um. Spánverjar komu á óvart svo og Svíar. Það virtist gefa góða raun hjá Svíum að taka unga leikmenn úr 21 árs liðinu í A-liðið. Þeir lífguðu upp á spii- ið og styrktu liðið mjög.“ — Hvaða leikmenn myndir þú velja í heimsliðið eftir þessa keppni? „Arnautovic (Júgóslavíu), Diaz ( Spáni), Isakovic (Júgóslavíu), Hajas (Svíþjóð), Wiegert ( A-Þýskalandi), Carlen ( Svíþjóð), Mrkonja (Júgóslav- íu), Kang ( S-Kóreu), Vujovic (Júgó- slavíu), Kovacs ( Ungverjalandi), Wahl (A-Þýskalandi), Wunderlich (V-Þýska- landi), Cvetkovic ( Júgóslavíu), Kristján Arason (íslandi). 19

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.