Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 43
að taka á móti efnilegum íslenskum knattspyrnu-
mönnum og leyfa þeim að æfa hjá félaginu í eina til
tvær vikur.
Hvað gera gömlu stjörnurnar í
dag?
Á sjöunda áratugnum þegar vegur portúgalskrar
knattspyrnu reis hvað hæst var uppistaða landsliðs-
ins jafnan frá Benfica. Þeir leikmenn sem íslendingar
minnast best eru stjörnurnar sem léku á Laugardals-
vellinum gegn Val 1968: Eusebio, Coluna, Torres,
Simoes og Augusto. Hvað skyldu þessir kappar vera
að gera í dag?
Útherjinn JOSÉ AUGUSTO er aðalþjálfari U-21 árs
landsliðsins. Hinn útherjinn, Simoes, á að baki litrík-
an feril, eins og þessir leikmenn reyndar allir. Hann er
fæddur 1943 og Iék 750 leiki fyrir Benfica á árunum
1960-1975, varð 12 sinnum Portúgalsmeistari og
bikarmeistari 6 sinnum. Tvívegis varð Simoes Ev-
rópumeistari með Benfica og lék 43 landsleiki á árun-
um 1962-1973. Eftir að ferlinum lauk sneri Simoes
sér að pólitíkinni (eins og nokkrir íslenskir knatt-
spyrnumenn hafa einnig gert) og varð þingmaður
1976 fyrir hægri flokkinn CDS. Hann undi þó ekki
Iengi Qarri knattspyrnunni og tók fljótlega til við
þjálfun. Síðast var hann þjálfari í Bandaríkjunum, en
er nú kominn heim til Lissabon, þar sem hann á versl-
un og hárgreiðslustofu, og mun verða einn af þjálfur-
um Benfica næsta keppnistímabil. Þar hittir hann fyr-
ir, auk Eusebio, „gamla“ fyrirliðann, Coluna, hinn
snjalla miðvallarleikmann.
COLUNA tók því vel að svara nokkrum spurning-
um, þegar útsendarar íþróttablaðsins hittu hann á
æfingu milli jóla og nýárs. Við spyrjum hann hversu
marga leiki hann hafi spilað fyrir Benfica og Portúgal.
„Ég lék 57 landsleiki og skoraði í þeim 8 mörk.
Hins vegar veit ég ekki um íjölda leikja sem ég lék
fyrir Benfica, en ég lék 15 tímabil í 1. deildinni og
varð 10 sinnum Portúgalsmeistari, 6 sinnum bikar-
meistari.“
Aðspurður hvert hans hlutverk væri hjá Benfica í
dag, sagði Coluna: „Ég er þjálfari unglinganna og að-
stoða einnig John Mortimer aðalþjálfara."
Manstu eftir heimsókninni til íslands?
„Já. Það var mjög vel tekið á móti okkur. Við fór-
um m.a. að sjá goshver (Geysi) og allir voru mjög al-
mennilegir."
Eftir að hafa kvatt þennan geðþekka fimmtuga
miðvallarleikmann frá Mósambik hittum við af tilvilj-
un JOSÉ HENRIQUE sem varði mark Benfica í leikn-
um gegn Val. Hann var á sínum tíma kallaður Yashin
Portúgals, kattliðugur og skemmtilegur markvörður
sem lék 15 landsleiki, og tæpa 900 leiki fyrir Ben-
fica(I).
Hvað ertu að gera í dag José?
„Ég þjálfa byrjendur og markmenn hjá Benfica, og
spila með „old-boys“ liði okkar.“
Manstu nokkuð eftir leiknum á íslandi 1968?
„Jú, ég á smá minningar frá íslandi. Ég man t.d. að
markvörður liðs ykkar var mjög góður." Þar hefurðu
það Sigurður Dagsson!
Eins er ógetið af kvintettinum fræga, JOSÉ
TORRES, miðherjans hávaxna. Jósé Augusto da
Costa Sénica Torres er 47 ára gamall og núverandi
landsliðsþjálfari. Hann á að baki 33 landsleiki
(1963-1973) og 37 Evrópuleiki (20 mörk), 9 portúg-
alska meistaratitla og 5 bikarsigra. Það kemur í hans
hlut að stjórna portúgalska landsliðinu á HM í Mexí-
kó næsta sumar, 20 árum eftir að hann og félagar
hans komu svo skemmtilega á óvart í Englandi, voru
litríkasta liðið og léku skemmtilegustu knattspyrn-
una.
Antonio de Oliveira
aðstoðarframkvæmdastjóri
Benfica veit furðu
mikið um íslenska