Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 57

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 57
Sérsamböndin Platini til íslands? Mikið verður um að vera hjá sérsamböndum innan ÍSÍ á árinu sem vonlegt er því íþróttaiðkun færist jafnt og þétt í vöxt. Þegar liggja fyrir mótskrár hjá nokkrum þeirra en þar sem hálfgerð „síesta" er hjá öðrum er lítið búið að ákveða í þeim efnum. Nokkrir stór- viðburðir verða sem endranær og má þar m.a. nefna landsieik íslands og Frakklands í knattspyrnu í september. Sem kunnugt er leikur besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir — Michel Platini með liðinu. Leikurinn eru því hvalreki á fjörur knattspyrnu- áhugamanna. Þar sem handknattleikslandsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum með stórglæsilegri frammistöðu í Sviss verður í nógu að snúast hjá því. Körfuknattleikur Dagana 15.—19. apríl fer fram í Laugardalshöllinni Evrópukeppni landsliða í körfu- knattleik. A-Landslið íslands leikur þar gegn Noregi, Skotlandi, Portúgal og Irlandi. ís- lenska landsliðið hefur undirbúið sig vel fyrir keppnina og farið í æfingaferð til Mið- Evrópu. — Körfuknattleikslandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri tekur þátt í Evrópu- keppni í Frakklandi í byrjun apríl. Leikið verður gegn Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. — Stokkholm Basket er orðið árlegt mót sem Islendingar taka þátt í. Það fer fram 8. —10. júní og er möguleiki að fleiri en eitt unglingalandslið frá Islandi verði meðal þátt- takenda. Kvennalandsliðið heldur síðan til Uppsala í Svíþjóð því dagana 24.-29. apríl verður Norðurlandamótið þar í landi. Fimleikar — 3.-8. apríl verða íslendingar meðal þátttakenda á alþjóðlegu móti í Torhuot í Belgíu. — 11. apríl. Unglingameistaramót íslands. — 12. apríl. Almennir fimleikar í Digranesskóla með þátttakendum á öllum aldri. — 20. apríl. Seniormeistaramót Islands og hópakeppni í Laugardalshöll. — 26.-27. apríl. Norðurlandameistaramót unglinga í Kaupmannahöfn. — 02. —04. maí. Evrópumeistaramót unglinga í Karlsruhe í Þýskalandi. — 08.—10. ágúst. Væntanleg keppni í Glasgow. — Þá hefur Fimleikasambandinu borist fjöldi tilboða m.a. frá Rúmeníu og Póllandi sem verið er að íhuga. Badminton — 12.—13. apríl. Meistaramót Islands. — Nýtt starfsár hefst hjá badmintonsambandinu 20. maí en þegar er vitað um tvö mót á því starfsári. I september verður þriggja landa keppni í Færeyjum þar sem gestgjafarnir keppa ásamt Islandi og Grænlandi. — Norðurlandamót fullorðinna verður svo á íslandi í nóvember. Þá má geta þess að starfræktur verður sumarskóli hjá badmintonsambandinu í sumar og verða þjálfarar erlendis. Sund — 12,—13. apríl. Kalott-mót í Finnlandi. — 15,—17. júní. Reykjavíkurmeistaramótið í Laugardalslaug. — 04.06. júlí. Meistaramót íslands í Laugardalslaug. — 23.—27. júlí. Evrópumeistaramót unglinga í Berlín. — 14.—23. ágúst. Heimsmeistaramótið í Madríd. Skíði — 12.—13. apríl. Unglingameistaramót fslands á Isafirði. Trimmgöngumót í íslands- bikarnum 12. apríl í Reykjavík. 9. apríl á Ólafsfirði. 3.-4. maí á ísafirði. — Aldursflokkameistaramót fslands verður um miðjan ágúst. 57

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.