Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 36
Knattspyman
í Portugal
Texti: Hörður Hilmarsson
Myndir: Þórir Jónsson
Það er ekki hægt að segja að Portúgal hafi
verið áberandi í alþjóðlegri knattspyrnu undan-
farinn áratug. Eftir að stjörnur sjöunda áratug-
arins, Eusebio, Coluna, Torres o.fl. lögðu skóna
á hilluna hefur reynst erfitt að skapa heilsteypt
lið sem fetað gæti í fótspor þeirra félaga og náð
langt á alþjóðavettvangi. Nú hefur það gerst að
Portúgal hefur tryggt sér sæti í úrslitum HM í
Mexíkó og margir mikils metnir knattspyrnu-
frömuðir hafa varað við Portúgölunum, þeir
gætu vel orðið „the dark horse“, liðið sem kæmi
á óvart með góðum árangri í keppninni. Terry
Venables hinn kunni þjálfari Barcelona bað sína
landsmenn, Englendinga, um að vanmeta alls
ekki Portúgali þegar þeir mæta þeim í riðla-
keppninni. Venables veit hvað hann er að tala
um, því lið hans Barcelona var mjög heppið að
komast áfram í Evrópukeppninni er það mætti
portúgölsku meisturunum FC Porto sem Vena-
bles sagði eitt af fjórum bestu liðum keppninnar.
Beckenbauer hinn þýski og stórstjarnan Diego
Armando Maradonna hafa báðir tekið í sama
streng. Portúgal geti sett strik í reikninginn í
Mexíkó, rétt eins og Eusebio og félagar komu
skemmtilega á óvart á HM í Englandi 1966, og
settu mörk sín á keppnina.
Við skulum skoða portúgalska knattspyrnu
nánar, líta á landsliðið og athuga hvað er að ger-
ast hjá Benfica, frægasta félagi landsins.
Þrjú lið í sérflokki
Þrjú félög hafa borið höfuð og herðar yfir önnur í
portúgölsku 1. deildinni á síðastliðnum árum: Lissa-
bonliðin Benfica og Sporting og FC Porto frá Oporto,
næststærstu borginni. Lokastaðan á síðasta keppnis-
tímabili varð þessi:
L U J T Mörk Stig
1. Porto 30 26 3 1 78-13 55
2. Sporting 30 19 9 2 72-26 47
3. Benfica 30 18 7 5 65-2843
Næsta lið var með 37 stig, o.s.frv. Yfirburðasigur
hjá Porto, en liðið tapaði úrslitaleik bikarkeppninnar,
1-3 fyrir Benfica. Benfica tekur því þátt í Evrópu-
keppni bikarhafa í vetur. Lék liðið gegn ítölsku bikar-
meisturunum Sampdoria, með Graeme Souness í
broddi fylkingar, tapaði 0-1 á Ítalíu, en vann 2-0
heima.
Á yfirstandandi keppnistímabili hefur eitt lið, V.
Guimaraes slegist í hóp hinna þriggja stóru í barátt-
unni um meistaratitilinn, og reyndar unnið þau öll á
heimavelli sínum. Þykir Guimaraes, sem varð í 9. sæti
í fyrra, leika mjög skemmtilega knattspyrnu og verð-
ur fróðlegt að sjá hvort nýtt stórlið sé í uppsiglingu.
Jafnt og sterkt landslið
I Portúgal leika margir erlendir leikmenn. Má hvert
félag hafa þrjá „útlendinga“ á skrá, en aðeins tveir
Bento markvörður, fyrirliði Benfica og
Portúgal gefur aðdáanda
eiginhandaráritun.
36