Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 36

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 36
Knattspyman í Portugal Texti: Hörður Hilmarsson Myndir: Þórir Jónsson Það er ekki hægt að segja að Portúgal hafi verið áberandi í alþjóðlegri knattspyrnu undan- farinn áratug. Eftir að stjörnur sjöunda áratug- arins, Eusebio, Coluna, Torres o.fl. lögðu skóna á hilluna hefur reynst erfitt að skapa heilsteypt lið sem fetað gæti í fótspor þeirra félaga og náð langt á alþjóðavettvangi. Nú hefur það gerst að Portúgal hefur tryggt sér sæti í úrslitum HM í Mexíkó og margir mikils metnir knattspyrnu- frömuðir hafa varað við Portúgölunum, þeir gætu vel orðið „the dark horse“, liðið sem kæmi á óvart með góðum árangri í keppninni. Terry Venables hinn kunni þjálfari Barcelona bað sína landsmenn, Englendinga, um að vanmeta alls ekki Portúgali þegar þeir mæta þeim í riðla- keppninni. Venables veit hvað hann er að tala um, því lið hans Barcelona var mjög heppið að komast áfram í Evrópukeppninni er það mætti portúgölsku meisturunum FC Porto sem Vena- bles sagði eitt af fjórum bestu liðum keppninnar. Beckenbauer hinn þýski og stórstjarnan Diego Armando Maradonna hafa báðir tekið í sama streng. Portúgal geti sett strik í reikninginn í Mexíkó, rétt eins og Eusebio og félagar komu skemmtilega á óvart á HM í Englandi 1966, og settu mörk sín á keppnina. Við skulum skoða portúgalska knattspyrnu nánar, líta á landsliðið og athuga hvað er að ger- ast hjá Benfica, frægasta félagi landsins. Þrjú lið í sérflokki Þrjú félög hafa borið höfuð og herðar yfir önnur í portúgölsku 1. deildinni á síðastliðnum árum: Lissa- bonliðin Benfica og Sporting og FC Porto frá Oporto, næststærstu borginni. Lokastaðan á síðasta keppnis- tímabili varð þessi: L U J T Mörk Stig 1. Porto 30 26 3 1 78-13 55 2. Sporting 30 19 9 2 72-26 47 3. Benfica 30 18 7 5 65-2843 Næsta lið var með 37 stig, o.s.frv. Yfirburðasigur hjá Porto, en liðið tapaði úrslitaleik bikarkeppninnar, 1-3 fyrir Benfica. Benfica tekur því þátt í Evrópu- keppni bikarhafa í vetur. Lék liðið gegn ítölsku bikar- meisturunum Sampdoria, með Graeme Souness í broddi fylkingar, tapaði 0-1 á Ítalíu, en vann 2-0 heima. Á yfirstandandi keppnistímabili hefur eitt lið, V. Guimaraes slegist í hóp hinna þriggja stóru í barátt- unni um meistaratitilinn, og reyndar unnið þau öll á heimavelli sínum. Þykir Guimaraes, sem varð í 9. sæti í fyrra, leika mjög skemmtilega knattspyrnu og verð- ur fróðlegt að sjá hvort nýtt stórlið sé í uppsiglingu. Jafnt og sterkt landslið I Portúgal leika margir erlendir leikmenn. Má hvert félag hafa þrjá „útlendinga“ á skrá, en aðeins tveir Bento markvörður, fyrirliði Benfica og Portúgal gefur aðdáanda eiginhandaráritun. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.