Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 55

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 55
Linda Jónsdóttir — yfirburðakvenmaður. vetur heitir Birgir Mikaelsson KR. Hann er ótrúlega hittinn drengurinn sá og hreinn galdramaður frá vítateigs- punkti. Birgir sem er tvítugur á um 100 leiki með meistaraflokki KR,lék sitt fyrsta keppnistímabil 16 ára. Að því loknu fór hann í nám til Bandaríkjanna í tvö ár en kom heim 1984. Ætli dvölin í Bandaríkjunum hafi komið honum til góða? „Hún víkkaði sjóndeildarhring- inn og ég hafði gott af dvölinni ytra. Menntaskólaliðin úti er góð og leik- menn líkamlega sterkari. Einnig er breiddin mun meiri. Reyndar spila þeir hægari bolta og meira kerfisbundinn". Birgir tók 72 vítaskot í vetur og skoraði úr 66 þeirra. Það gerir svo mikið sem 92% nýtingu sem hlýtur að vera árangur á heimsmælikvarða og er án efa íslandsmet. „Vítaskot eru bara hluti af æfingunni og tek ég stundum nokkur aukaskot eftir æfingar. Þau geta skipt sköpum í leikjum og eru oft 5-10% af stigum í leik. Er það ekki viss árátta að reyna að ná árangri í ein- hverju? KR-ingar höfnuðu í næstneðsta sæti úrvalsdeildar í vetur — slakur árangur sem kom nokkuð á óvart. „Ég er ekki sáttur við árangur okkar frekar en aðrir leikmenn í liðinu. Margar ástæður liggja að baki. Við bjuggumst við of miklu hver af öðrum en lögðum okkur ekki nógu mikið fram. Mann- skapurinn kom úr ýmsum áttum og tók langan tíma fyrir okkur að ná sam- an. Erfitt er að segja til um hvaða lið var best í vetur en Njarðvíkingar hafa mestu breiddina. Ég geri ekki upp á milli Hauka og Njarðvíkur en öll liðin virtust geta unnið hvert annað í vetur á góðum degi. Ég er bjartsýnn á körfu- boltann á íslandi því úrvalsdeildarliðin íslands- og Bikarmeistarar KR. Aftari röð frá vinstri: Gunnar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar KR. Erna Jónsdóttir, Dýrleif Guðjónsdóttir, Linda Jónsdóttir, Kristjana Hrafnkelsdóttir, Björg Björgvinsdóttir, Guðrún Kr. Sigurgeirsdóttir, Margrét Árnadóttir og Ágúst Líndal þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Erla Pétursdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Cora Barker fyrirliði, Lilja Jónsdóttir og Hrönn Sigurðardóttir. 55

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.