Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 27

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 27
Pálmar reiður að ég fór út að hlaupa. Ég man að eftir einn slæman leik sem við töp- uðum og ekkert gekk upp hljóp ég Heiðmerkurhringinn í reiðiskasti, stoppaði í Garðabæ og spilaði körfu- bolta við nokkra gutta og hljóp heim. Metnaðurinn er það mikill og ef þú vilt verða betri þá æfirðu meira, færð sjálfstraust og á endanum stendurðu uppi sem sigurvegari". VILTU VERÐA BETRI? Framundan er nokkurs konar gúrkutíð hjá körfuboltamönnum því keppnistímabilinu er að ljúka. Flestir hafa þá heldur hægt um sig og hvílast þar til næsta undirbúningstímabil hefst. En er það rétta leiðin? Er ekki æskilegt fyrir leikmenn að halda sér í formi eða stunda aðrar íþróttir? „Ég tel það gífurlega mikilvægt að halda sér í formi yfir sumartímann t.d. með að stunda aðrar íþróttir. Þá á ég ekki við að halda sér við í toppkeppnisformi heldur halda við grunnþolinu og vinna á þeim veikleikum sem þú telur þig hafa. Þetta er spurning hve langt þú vilt ná á næsta keppnistímabili og hvort þú vilt verða betri — það er heila málið“. Tveir bikarmeistaratitlar er uppskera Hauka síðastliðin tvö ár og verður það að teljast frábær árangur hjá Iiðinu. En er Pálmar ánægður með árangur Hauka að undanförnu?„Alveg virki- lega. Vandamálið hefur verið hversu miklar kröfur hafa verið gerðar. Þá á ég bæði við kröfur frá utanaðkomandi og leikmönnum sjálfum. En við verð- um að horfast í augu við þá staðreynd að liðið er ungt að árum en hefur þó náð mjög góðum árangri. Liðið verður að fá að þróast rétt þó svo markmiðið sé alltaf að vinna titlana". KÖRFUBOLTINN VAR í SKUGGA HANDBOLTANS Hafnarfjörður hefur ætíð verið þekktastur fyrir góð handboltalið og var áhuginn mestur þegar Haukar voru stórveldi á því sviði ásamt FH. Körfuboltinn hefur því ætíð verið í skugga handboltans en nú verður kannski breyting þar á. „Körfubolti átti erfitt uppdráttar í Hafnarfirði og var íþróttin ekki vinsæl. Það var ekki fyrr en okkar árgangur kom upp að áhug- inn fór að aukast. Erfitt hefur verið að hasla sér völl þar sem topplið eins og FH er við lýði. En það hefur sýnt sig að áhugi almennings er að aukast og hef- ur verið stutt vel við bakið á okkur þegar vel gengur. Góður kjarni hefur myndast í kringum liðið sem hefur fylgt okkur í einu og öllu“. — Körfuboltinn í vetur? „Persónulega fannst mér hann ósköp svipaður og í fyrra. Við erum að þróast í gegnum ákveðið tímabil og eigum marga unga efnilega stráka sem eru að mótast og verða góðir eftir 2-3 ár. Það tekur tíma að ná ákveðnum standard. Okkur skortir reynslu en hópurinn verður orðinn mjög góður innan fárra ára“. — Kom eitthvað þér á óvart? „Ég tel að Keflvíkingar hafi komið skemmtilega á óvart því enginn bjóst við að þeir næðu sæti í úrslitakeppn- inni. Liðið er ungt og efnilegt og stóð sannarlega fyrir sínu. Til KR kom sam- tíningur leikmanna og tvístraðist kjaminn sem var fyrir. Þeir duttu því dálítið niður en unnu okkur þó tvíveg- is. 55 ÞRIGGJA STIGA KÖRFUR Pálmar hefur mest skorað 50 stig í leik í l.deild en það var gegn Þór Akur- eyri. í úrvalsdeildinni hefur hann skor- að mest á móti KR — 48 stig. í vetur varð Pálmar næststigahæstur í deild- inni með 496 stig, hann var með þriðju bestu vítahittnina — 78% en hann hafði mikla yfirburði hvað þriggja stiga körfur varðar. Hann skor- aði úr 55 skotum fyrir utan línu sem gaf 165 stig. Stórglæsilegur árangur hjá pilti. „Staða mín á leikvelli býður upp á skot fyrir utan línu. Eini munur- inn frá því sem áður var er að það er komin lína og skrifuð þrjú stig í stað tveggja áður. Ég neita því ekki að ég tek stundum skrefið út fyrir. Sem bak- vörður verð ég að vera með góða ógn- un fyrir utan“. 27

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.