Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 34

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 34
Gagmýni íþróttablaðið leitaði til Einars Bollasonar landsliðsþjálfara í körfu- bolta og bað þann að segja álit sitt á nokkrum körfuboltamönnum. Einar tók fyrir þrjá unga A-landsliðsmenn og tvo sem eru á þröskuldi landsliðs- ins. GUÐNI GUÐNASON KR. 20 ÁRA FRAMHERJI. Kostir: Góður stökkkraftur og gott tímaskyn í fráköstum. Harður og fylg- inn sér í baráttu undir körfunni. Mjög gott stökkskot sem hann að ósekju mætti nota mun meira. Góður í vörn og duglegur í hjálparvörn. Án efa einn af bestu framherjum Iandsins í dag. Gallar:Vantar meiri gegnumbrot með bolta og þyrfti að efla sjálfstraustið. Vantar betri sendingar — sérstaklega á ferð. TÓMAS HOLTON VAL. 21 ÁRS BAKVÖRÐUR. Kostir:Mjög góðar sendingar og ágæt- ur lestur á leikinn. Er með góð skot en helst til of ragur að nota þau. Vörn all- góð en mætti bæta hjálparvöm. Lykil- maður í öllum sóknaraðgerðum Vals. GallanVantar meiri hraða og ákveðni til að stjórna hraðaupphlaupum. Einnig mætti hann reyna meira sjálfur í sókn- inni. Tómas hefur átt „köflótt" tímabil með Val en náði sér upp í úrslitakeppn- inni. 34

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.