Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 17
Jai-Choong Yoo rinnar??? ar varð í öðru sæti. 1985 tókum við þátt í heimsmeistarakeppni stúdenta í Þýskalandi og urðum þar í 6.-16. sæti. í heimsmeistarakeppni 21 árs liða á Ítalíu í desember urðum við í 13.-16. sæti. Þetta er öll reynslan sem hinir ungu leikmenn okkar hafa. Þar sem við höfum ekki leikmenn sem eru stórir og sterkir verðum við að taka upp leikað- ferð sem byggir á hraða einstakling- anna. Þeir verða líka að hafa góða tækni og við verðum að notfæra okkur hana til þess að skora mörk. Fyrir nokkrum árum fengum við sendikenn- ara frá Alþjóða handknattleikssam- bandinu til þess að kenna leikmönnum okkar varnarleik. Hann kom tvisvar sinnum og afraksturinn af því varð sá varnarleikur sem við leikum nú.“ ENGIN ÍÞRÓTTAFÉLÖG í KÓREU Yoo var spurður að því hvenær unglingar í Kóreu færu að leika hand- knattleik? „í Kóreu eru engin íþróttafélög. Við stundum handknattleik í skólunum og eru þar sérstakir kennarar sem kenna íþróttina. Handknattleikurinn er ein- föld íþrótt að því leyti að ekki þarf annað en bolta og mörk til að geta stundað hana. í skólunum leika ungl- ingarnir handknattleik 1-2 tíma á dag fimm daga vikunnar og er mest áhersla lögð á tækniþjálfun. Það sem hjálpar ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra sss~ Sníðum og klæðum eftir óskum yðar, fjölbreytt úrval áklæða. Verið velkomin. RM PíklLL JÖHM Skeifan 8, sími 685822 okkur er að ungt fólk í Kóreu er í mjög góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi. Á hverjum morgni þegar fólk fer á fætur gerir það morgunæfingar og teygjur. Þetta gerir það að verkum að almenn- ingur er meðvitaður um nauðsyn hreyfingarinnar og að hún kemur fólki að notum við flest það sem tekur sér fyrir hendur.“ STEFNUM Á 5-6.SÆTIÐ Á ÓLÝMPÍULEIKUNUM Um lið Kóreu sem lék í heimsmeist- arakeppninni sagði Yoo: „í liðinu okkar er það heildin sem hefur allt að segja. Við höfum enga stjörnuleikmenn og viljinn til að læra meira í handknattleik er mikill. Þegar menn gera mistök þá kenna þeir ekki öðrum um heldur viðurkenna mistök sín og geta þannig lært af þeim. Markmiðið með þáttökunni í Sviss var að vera með og læra. Við stefndum að því að ná 13. sætinu. Á næstu Ólymp- íuleikum ætlum við að ná 5.-6. sæti en til þess að svo megi verða þurfum við að fá færa þjálfara til Suður-Kóreu og einnig ætlum við að senda bæði þjálf- ara frá okkur og leikmenn til Evrópu til þess að fá meiri innsýn í handknatt- leikinn. Handknattleikur er ein vinsælasta íþróttagreinin i Suður-Kóreu en það sem háir okkur núna er að við höfum ekki úthald og kraft til þess að halda út i slíkri keppni sem heimsmeistara- keppninni. Einnig stefnum við að því að leita að stærri leikmönnum til að auka meðalhæðina í liði okkar,“ sagði Jai-Choong Yoo að lokum. 17

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.