Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 63

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 63
A-Landsliðið ROSALEGAR FRAMFARIR Pétur Guðmundsson fær ekki að leika með íslenska landsliðinu þar sem hann hefur leikið sem atvinnumaður í NBA. Þessar fáranlegu reglur alþjóða — körfuknattleikssambandsins eru nú til umfjöllunar og er von mín að þeim verði breytt áður en langt um líður. Ef það gengur í gegn verða bæði Pétur og fvar Webster löglegir með landslið- inu og vænkast þá hagur okkar. Þetta eru engar hillingar því framfarirnar hjá hinum strákunum hafa verið alveg rosalegar. Þetta er vart sami boltaleik- urinn og fyrir þremur fjórum árum“. — Hvað liggur að baki þessum framförum? „Bandarísku leikmennirnir sem léku hér fyrir nokkrum árum komu með ferskan blæ í körfuna — fyrst og fremst sem áróðursmenn. Einn og einn gat kennt eitthvað en í fæstum tilfell- um voru þetta góðir þjálfarar. Einnig vil ég þakka þessar framfarir gífurlega öflugu unglingastarfi sem hófst fyrir 5 árum. Þá voru í unglingalandsliðinu strákar eins og Valur Ingimundarson og Pálmar Sigurðsson. Einnig völdum við 13 til 14 ára stráka til æfinga og sköpuðum verkefni fyrir þá. Árangur- inn er fljótur að skila sér og gott dæmi er úr fótboltabænum Keflavík. Þar hafa afburða íþróttastrákar eins og Guðjón Skúlason valið körfuboltann snemma vegna þess að mikið var fyrir þá gert. íþróttagreinarnar eru alltaf meira og minna að slást um sömu strákana því í hverjum aldursflokki eru nokkrir sem hafa alla burði til að verða toppmenn. Vel skipulagt unglingastarf er grund- völlurinn til árangurs. Landsliðshópur- inn í dag auk B-liðsins samanstendur af strákum sem hafa spilað á þriðja tug unglingalandsleikja og leikið í Evrópu- keppni. Þá má geta þess að fyrirliði landsliðsins Torfi Magnússon sem er 31 árs hefur aldrei leikið unglinga- landsleiki. Það þekktist hreinlega ekki á þeim tíma. Samhliða þessu unglinga- starfi eru að koma upp mjög færir þjálfarar — strákar sem eru hættir að spila. Má þar nefna Gunnar Þorvarðar- son,Jón Sigurðsson og Kristinn Jör- undsson. Þeir eru mjög áhugasamir og hafa áhuga á að fara út á námskeið. Ég vil því segja að körfuboltinn standi á miklum tímamótum í dag“. GLEÐILEGUR HÖFUÐ VERKUR AÐ VELJA LANDSLIÐIÐ Undirbúningur fyrir Evrópukeppn- ina hófst fyrir tæpum tveimur árum og var þá valinn landsliðshópur. Einungis tveir nýir leikmenn hafa bæst í þann hóp síðan. „Á þessu tímabili höfum við prófað 27 leikmenn með A- og B-lands- liðinu. Nú er lokaþátturinn hafinn og reiknast mér að við höfum leikið um 40-50 úrvals- og landsleiki á tæpum tveimur árum“. Geysilegar framfarir hafa orðið í körfuboltanum á íslandi á undanförn- um árum og eigum við tugi frábærra leikmanna. Einar Bollason er því ekki í öfundsverðu hlutverki að þurfa að gera upp á milli leikmanna. „Gífurlega erfitt er að velja landsliðið í dag. Annan eins höfuðverk hef ég ekki fengið lengi - en hann er gleðilegur. Það er ekki eingöngu erfitt að velja 10 manna lið heldur einnig 12 manna hóp. Því er þó ekki að neita að ákveðinn kjarni er allt- af í liðinu". MARGARSORGARSÖGUR í landsliðshópnum fyrir Evrópu- keppnina er aðeins einn leikmaður úr hvoru toppliði á íslandi — Haukum og Njarðvík. Aftur á móti eru þrír leik- menn úr KR sem varð í næst neðsta sæti í úrvalsdeildinni. „Það er ekki hægt að segja að við Gunnar Þorvarð- arson séum hlutrægir. Við veljum þá 12 Ieikmenn sem við erum sannfærðir um að geti myndað besta kjarnann til að spila. Það er með landslið eins og önnur lið að þú ert ekki endilega að velja 12 bestu leikmennina heldur þá 12 sem spila best saman. Við þekkjum margar sorgarsögur úr íþróttum þar sem þessu hefur ekki verið framfylgt. Styrkur Hauka og Njarðvíkur liggur ekki síst í breiddinni og liðsheildinni. Hin liðin eru kannski frekar byggð á færri góðum mönnum. B-landsliðið er aftur á móti borið uppi af leikmönnum úr Haukum og Njarðvík". Einar Bollason hefur verið þjálfari Hauka í 4 ár og gert liðið að því stór- veldi sem það er nú. Hann hefur stjórnað liðinu í hinsta sinn og tryggði liðið sér þá bikarmeistaratitilinn. Hvað ætli taki við hjá honum? „Ekkert hefur verið ákveðið í þeim málum. Hafnar eru viðræður við ÍR og verður kannað til þrautar hvort ég taki að mér þjálfun liðsins á næstu árum og reyni að end- urreisa þetta gamla stórveldi. Annars eru miklar hræringar í þjálfaraheimin- um um þessar mundir. En tíminn hjá Haukum er tvímælalaust skemmtileg- asta þjálfaraverkefni sem ég hef nokk- urntíma fengist við“. DRAUGAR HVER í SÍNU HORNI Einar hefur verið viðloðandi lands- liðið að einhverju leyti frá árinu 1973 en það ár gjörbylti hann liðinu. Skildi 3 leikmenn eftir en valdi 9 nýliða sem voru meðal annars Torfi Magnússon og Gunnar Þorvarðarson. Haustið 1982 lét hann af störfum sem landsliðsþjálf- ari og má segja að þá hafi Iádeyða kom- ið í landsliðsmálin. Engin landsliðs- nefnd var starfandi, einungis var keppt á tveimur mótum og það gleymdist að tilkynna þátttöku í heimsmeistara- keppnina. „Það er algjör forsenda þess að körfuboltinn dafni að hlúð sé vel að landsliðinu. En því miður hefur okkur enn ekki tekist að losa okkur við alla drauga innan íþróttarinnar sem ham- ast við að pukra hver í sínu horni með hagsmuni síns eigins félags að leiðar- ljósi. Og láta sig engu skipta uppgang íþróttarinnar". Framundan hjá landsliðinu á næsta ári eru næg verkefni. Má þar nefna norðurlandamót, þátttaka í undan- keppni Ólympíuleikanna og dregið verður í riðla í undankeppni næstu heimsmeistarakeppni. Sama fyrirkomu- Iag er þar og í fótboltanum. Leikið verður heima og heiman og eru 4-5 lið í riðli. Ef ævintýri gerast og við vinnum C-riðil Evrópukeppninnar þá er B- keppnin framundan. 63

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.