Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 37
Miðvallarleikmaðurinn
Carlos Manuel gerði markið
glæsilega í V-Þýskalandi
sem tryggði Portúgal
farseðilinn til Mexíkó.
Lokastaðan í 2. riðli:
L
V-Þýskaland 8
Portúgal 8
Svíþjóð 8
Tékkóslóvakía 8
Malta 8
Leið Portúgal til Mexíkó:
Portúgal — Svíþjóð
Portúgal — Tékkóslóvakía
Portúgal — Malta
Portúgal — V.-Þýskaland
J T Mörk Stig
2 1 22-9 12
0 3 12-1010
1 3 15-9 9
2 3 11-12 8
1 7 6-26 1
1— 3(heima) 1 — 0 (úti)
2- 1 - 0-1 -
3-2 - 3-1 -
1-2 - 1-0 -
mega leika í einu. Leikmenn frá fyrrum nýlendum
Portúgala, s.s. Angóla og Mósambik teljast ekki út-
lendingar. Nokkuð hefur einnig verið um erlenda
þjálfara og eru tveir slíkir nú starfandi í 1. deildinni,
hjá Benfica og Sporting.
Sé litið á portúgalska landsliðið sést glöggt, að
það hefur ekki snillinga á borð við Eusebio, Simoes
og Coluna, en liðið er jafnt og sterkt, þó með nokkr-
um lykilmönnum. Aðalstjarna þeirra Portúgala, Chal-
ana sem leikur með frönsku meisturunum Bordeaux,
hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og verður vænt-
anlega ekki með í Mexíkó. Lykilmenn í HM verða
væntanlega:
Markvörðurinn MANUEL BENTO, sem er 37 ára
gamall og fyrirliði bæði Benfíca og landsliðsins. Hann
lék alla 8 leiki Portúgals í riðlakeppninni og hefur
leikið alls 60 landsleiki. Um síðustu áramót hafði
hann leikið 14 leiki í röð með Benfica án þess að fá á
sig mark.
Vörnin er að öðru leyti frá FC Porto með hinn 24
ára bakvörð JOÁO PINTO í fararbroddi. Hann hefur
leikið 21 landsleik. í miðjunni eru JAIME PACHECO
(Sporting), 27 ára með 18 landsleiki, og Carlos Man-
uel (Benfica), 27 ára og 37 landsleikir, aðalmennirnir.
Sá síðarnefndi gerði markið glæsilega sem færði
Portúgal sigur yfir V-Þjóðverjum í Þýskalandi, og þar
með sæti í úrslitakeppninni í Mexíkó. Frammi mun
mikið mæða á markaskoraranum mikla FERNANDO
GOMES (Porto), en hann er 29 ára og hefur leikið 39
landsleiki.
„í lagi að vera í öðru sæti þegar
Eusebio er í fyrsta“
í Mexíkó leikur Portúgal í riðli með Englandi, Pól-
landi og Marokkó. En hverjir eru möguleikar Portú-
gala í HM? Við spjöllum við þrjá mikils metna Ben-
ficamenn, þjálfarann John Mortimer, aðstoðarþjálfar-
ann Toni Oliveira og hinn kunna leikmann Néné, og
ræðum landsliðsmál og fleira.
Miðherjinn NÉNÉ leikur nú sitt 20. keppnistímabil
með Benfica. Hann hefur 12 sinnum orðið portúg-
alskur meistari, 8 sinnum bikarmeistari. Néné á
iandsleikjametið í Portúgal, lék 66 landsleiki, —
meðan Eusebio náði 64 leikjum. Néné skoraði 24
mörk með landsliðinu, aðeins Eusebio hefur gert
fleiri fyrir Portúgal, 41 mark.
„Það er í lagi að vera í öðru sæti, þegar maður eins
og Eusebio er í fyrsta", segir Néné er þetta ber á
góma.
UM BENFICA: „Styrkleiki liðsins er sá sami og ver-
ið hefur undanfarin ár. Benfica gengur alltaf til leiks
með því hugarfari að vinna, og við ætlum okkur
meistaratitilinn í ár.“
ÞJÁLFARAR BENFICA: Nú hefur þú leikið undir
stjórn margra frægra þjálfara. Hvernig hefur þér lík-
að við t.d. þrjá síðustu þjálfara Benfica?
„SVEN-GÖRAN ERIKSSON var mjög hæfur, á viss-
an hátt meiri íþróttamaður en þjálfari. PAL CSER-
NAI tók við af honum og var erfiður. Hann virtist
John Mortimer framkvæmdastjóri Benfica.
Virtur þjálfari sem veit lengra
nefi sínu!!!