Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 54

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 54
Körfubolti ívar Webster — besti varnarmaður- inn. deildina í vetur? „Hún var ósköp svip- uð og ég bjóst við. Við unnum öll lið í deildinni í innbyrðis leikjum nema Hauka. Þeir unnu okkur þrisvar og eru að mínu mati með mjög gott 5 manna lið. Aftur á móti háir það þeim hversu litla breidd þeir hafa. Haukar er með besta leikmann á íslandi ívar Webster - þess vegna hafa þeir náð þessum ár- angri“. Árangur ÍBK í vetur kom Val á óvart þó að þeir hafi ekki leikið vel í úrslitakeppninni. Framundan hjá landsliðinu er Evr- ópukeppni hér á landi í apríl og hefur undirbúningur staðið yfir frá lokum ís- landsmótsins. „Evrópukeppnin leggst vel í mig og eigum við góða möguleika. Með toppleikjum eigum við að geta lagt alla andstæðingana. Auðvitað er það slæmt að geta ekki notað Pétur Guðmundsson og ívar Webster en við eigum góðu iandsliði á að skipa“. Njarðvíkingar hafa leikið til úrslita í Bikarkeppninni þ risvar sinnum en ávallt borið lægri hlut - nú síðast fyrir Haukum. Valur fékk sína 5.villu í upp- hafi seinni hálfleiks og varð því að víkja af velli og horfa á félaga sína berj- ast til leiksloka. Fylgir þeim einhver bikardraugur? „Ég er ekki vanur að gagnrýna dómara en ég gat ekki setið á mér eftir bikarleikinn. Hörður Tuliníus dæmdi illa á báða bóga þó sérstaklega á móti okkur. Maðurinn dæmdi 1-2 leiki í vetur og svo er verið að heiðra hann í lok ferils með að láta hann dæma svona mikilvægan leik. Þetta eru furðuleg vinnubrögð". Valur hefur hug á að komast í hálf- atvinnumennsku í Mið-Evrópu fyrir næsta keppnistímabil og hefur þegar fengið tilboð frá Þýskalandi. Hann tel- ur sig vera fyrir löngu hættan að taka framförum á íslandi og þurfi því til- breytingu. Hann vill reyna að fá meira út úr sjálfum sér sem leikmaður. En hvað segir Valur um möguleika Njarð- víkur næsta vetur? „Ef eitthvert lið á góða körfuboltamenn þá er það Njarð- vik. Teitur Örlygsson er að mínu mati sá efnilegasti sem ísland hefur átt. Hann er aðeins 19 ára en geysilega Qöl- hæfur — treður með báðum höndum eða annarri eins og að drekka vatn. ísak Tómasson er besti varnarbakkinn á landinu og jafnframt sá sneggsti. Þá eru allir hinir óupptaldir. Ég vona inni- lega að Njarðvík vinni titilinn og að Gunnar Þorðvarðarson verði þjálfari áfram. Hann er vinsælasti maðurinn í hópnum". BESTA VÍTAHITTNIN Vítaskot er stór hluti af körfuknatt- leik því hvert stig er dýrmætt. Sá sem var með bestu nýtingu úr vítaskotum í hæstu vexti. SPARISJÓÐURINN —sér um sína - ■"

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.