Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 14
Drmmurinn var
Texti: Gauti Grétarsson.
Landslið íslands í handknattleik er
komið úr frægðarför sinni frá Sviss.
Liðið hafnaði í sjötta sæti í heims-
meistarakeppninni eftir að hafa tapað
leiknum um 5. sæti fyrir Spáni með
tveimur mörkum 22-24. íslendingar
geta vel við frammistöðu sína unað.
Þeir sigruðu í þremur leikjum en töp-
uðu fjórum og er þetta góður árangur
þegar litið er til þess hve við áttum í
höggi við sterka andstæðinga. Ekki er
hægt að horfa framhjá því að nokkur
heppni var með íslendingum að þessu
sinni - eða voru það hin liðin sem voru
óheppin? Rúmenar misstu lykilleik-
mann sinn Stinga í fyrsta leiknum.
Danir voru nú lélegri en oftast áður og
riðlaskiptingin var slík að bestu liðin
lentu saman. M.a. þess vegna komust
sterk lið ekki ofar en raun bar vitni.
Meginþorri leikmanna íslenska
landsliðsins í heimsmeistarakeppninni
lék í landsliði íslands sem skipað var
leikmönnum 21 árs og yngri sem náði
7. sæti í heimsmeistarakeppni þess ald-
ursflokks undir stjórn Jóhanns Inga
Gunnarssonar fyrir nokkrum árum. Er
ekki annað að sjá en að við höldum
stöðu okkar í harðri keppni við stór-
þjóðirnar og við höfum meira að segja
bætt við okkur. Enda hefur mikið verið
gert til þess að svo mætti verða. Segja
má að öll þjóðin geti þakkað sér þann
árangur sem náðist í keppninni - slík
var samstaðan og stuðningurinn sem
landsliðið fékk.
Það sem einkenndi heimsmeistara-
keppnina í handknattleik nú öðru
fremur var slök frammistaða Rúmena,
Sovétmanna, Tékka og Pólverja. Sovét-
menn og Rúmenar voru fyrir keppnina
taldir eiga bestu liðin og spáðu flestir
þjálfarar og leikmenn því að þessi lið
myndu berjast um heimsmeistaratitil-
inn. Sú varð ekki raunin og liðin urðu
að sætta sig vað leika um 9. sætið á
mótinu. Sá leikur sýndi svo ekki varð
um villst að frægðarsól þessara liða er
að hníga. Tékkar og Pólverjar lentu í
lokakeppninni um 0ögur neðstu sætin.
— Stórlið sem mega muna sinn fífil
fegri.
LÉTTLEIKINN SIGRAÐI KRAFTINN
OG ÞUNGANN
Frá handknattleikslegu sjónarmiði
má segja að léttleikinn hafi sigrað
kraftinn, þungann og stærðina í heims-
meistarakeppninni. Júgóslavar,Svíar,
Spánverjar og Suður-Kóreumenn léku
handknattleik sem einkenndist af
hraða, mýkt og tækni og gaf það mjög
góða raun.
Þeir leikmenn sem e.t.v. bar mest á í
keppninni voru markverðirnir. Margir
markverðir sýndu á köflum frábæra
markvörslu og var einkennandi fyrir
þau lið sem lengst náðu hversu vel
markverðir liðanna vörðu, jafnt skot
utan af velli, dauðafæri af línu og skot
14