Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 62
Aftari röð frá vinstri: Valur Ingimundarson UMFN, Ragnar Torfason ÍR, Símon Ólafsson Fram, Torfi Magnússon Val, Birg-
ir Michaelsson KR, Þorvaldur Geirsson Fram, Gunnar Þorvarðarson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðni Guðna-
son KR, Tómas Holton Val, Hreinn Þorkelsson ÍBK, Pálmar Sigurðsson Haukum, Páll Kolbeinsson KR.
„Ekki of bjartsýnn“
— rætt við Einar Bollason landsliðsþjálfara í
körfubolta.
íslenska landsliðið í körfubolta er
nýkomið til landsins úr æfingaferð um
Evrópu þar sem leiknir voru 10 lands-
leikir. Ferðin var liður í undirbúningi
fyrir C-riðil Evrópukeppninnar sem
fer fram í Laugardalshöll 15.-19.apríl.
Andstæðingar okkar í riðlinum eru
Noregur, Skotland, írland og Portúgal
— allt sterkar körfuknattleiksþjóðir.
íþróttablaðið leitaði til Einars Bolla-
sonar landsliðsþjálfara og innti hann
eftir því hvernig keppnin legðist í
hann. „Ég er ekkert allt of bjartsýnn
fýrir keppnina. Norðmenn sem féllu
niður úr B-riðli síðast eru mjög sterkir
en ég tel okkur eiga jafna möguleika
gegn hinum liðunum. Reyndar eru
Portúgalir gamlir kunningjar okkar því
þeir slökktu vonir okkar í Evrópu-
keppninni í Sviss 1981 um að við kæm-
ust í B-riðil. Þeir unnu okkur með einu
stigi í tvíframlengdum leik. Þá vorum
við með eitt sterkasta Iandslið sem við
höfum átt sem byggðist fyrst og fremst
á því að Pétur Guðmundsson lék með.
Það sýnir hvað stór miðherji skiptir
miklu máli fyrir hvert lið. Umtalsverðar
framfarir hafa átt sér stað hjá landslið-
inu í dag og breiddin er alveg gífurleg.
Það er alveg einstakt að geta nánast
stillt upp tveimur jafnsterkum landslið-
Texti: Þorgrímur Þráinsson.
Myndir: Jens og Loftur.
um. En vandamálið er alltaf það sama
— að meðan við höfum ekki stóran
senter getum við ekki blandað okkur í
keppni hinna bestu. Þetta er svipað og
að leika handbolta án þess að hafa
góðan markmann. Við verðum alltaf
brotnir niður undir körfunum. Flosi
Ólafsson er að klára sitt nám í Seattle í
Bandaríkjunum og hefur þar af leið-
andi ekki getað æft með okkur. Hann
var mjög efnilegur þegar hann var hér
heima en þær vonir sem voru bundnar
við hann hafa ekki rætst. Hann hefur
hreinlega ekki náð að festa sig í sessi í
háskólaliðinu úti og urðu framfarir þar
af leiðandi engar.
62