Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 30

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 30
Unglingalandslið Islands í handbolta Dagana 18. —20. apríl næstkomandi fer fram í Danmörku Norðurlandamót landsliða í handknattleik 18 ára og yngri. Þjálfari strákanna annað árið í röð er fyrrum handboltastjarna úr FH, Geir Hallsteinsson. Undirbúningur fyrir Norðurlandamótið hefur staðið nokkuð lengi og var upphaflega valinn 24 manna hópur til æfinga. Hann hefur verið skorinn niður í 17 leikmenn en aðeins 14 þeirra fara til Danmerkur. Reglulegar æfingar hafa verið hjá strákunum 2 sinnum í viku í ailan vetur en eftir páska verður allt sett á fullt og æft þrisvar sinnum á dag í eina viku. Geir telur undirbúning hafa verið góðan nema hvað nokkrir lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða. Um páskana lék liðið nokkra æfmgaleiki við úrvalslið frá Vestur-Þýskalandi þannig að strákarnir ættu að vera tilbúnir í slaginn. Flestir leikmenn 18 ára landsliðsins eru í meistaraflokki síns félags og hafa nokkrir þeirra þegar vakið töluverða athygli. Geir er ánægður með unglingastarfið hjá HSÍ og segir að aldrei hafi eins mikið verið gert fyrir unglingalandsliðin hvað æfingar og verkefni varðar. Þetta er allt á réttri leið og þegar eru hafnar æfing- ar hjá landsliði með leikmönnum yngri en 16 ára. Þar verða valdir 20 strákar úr 100 manna hópi. Við ætlum að nota meðbyrinn og ég er sannfærður um að árangurinn af unglingastarfmu á eftir að skila sér innan 6—8 ára. Það eru að verða þáttaskil hjá 1. deildarliðunum í dag því eldri leikmenn eru að detta út og ný kynslóð að koma inn. Þeir leikmenn verða ekki síðri en okkar skærustu stjörnur í dag.“ Á Norðurlandamótinu í fyrra urðu íslendingar í 2. sæti en hverjir eru möguleikar okkar manna í apríl? „Danir eru á heimavelli og verða þeir erfiðir ásamt Svíum. Ég stefni þó á 1. sætið á mótinu — annað kemur ekki til greina. Þó við höfum úr smærri hópi að velja eru mögu- leikar okkar á samæfingu ekki síðri". I maí næstkomandi verður fjögurra landa mót á Grænlandi fyrir leikmenn 20 ára og yngri og verða flestir leikmenn 18 ára liðsins þátttak- endur í því. Auk landsliðs okkar verða gestgjafarnir með sitt A-landslið. Svo og Færeyingar og Englendingar. Stefnan er því sett á Norður- landamót leikmanna 20 ára og yngri næsta haust. Að því loknu er aðalmarkmiðið heimsmeistarakeppni landsliða 21 árs og yngri sem fer fram 1987. Samæfingin skiptir því miklu máli og koma strákarnir til með að halda hópinn fram að því móti. Geir Hallsteinsson þjálfari Einar Einarsson Stjörnunni Fæddur 22.05.1967. 190 cm að hæð. 82 kg. 7 leikir með landsliði U-18 ára. 2 leikir með landsliði CI-19 ára. 2 B-landsleikir. Nám í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Árni Friðleifsson Gróttu Fæddur 25.05.1968. 187 cm að hæð. 83 kg. 5 leikir með landsliði U-18 ára. 7 leikir með landsliði U-21 árs. 4 B- landsleikir. Nám í Fjölbrautaskólanum Armúla. Halldór Ingólfsson Gróttu Fæddur 30.12.1968. 184 cm að hæð. 74 kg. Nýliði í landsliði. Nám í Fjölbrautaskólanum Ármúla. Óskar Helgason FH Fæddur 25.04.1968. 192 cm að hæð. 81 kg. Nýliði í landsliði. Nám í MR. Jón Kristjánsson KA Fæddur 04.06.1967. 189 cm að hæð. 85 kg. 5 leikir með landsliði C-18 ára. Nám í MA.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.