Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Page 7

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Page 7
„STEIG SKREFINU OFLANGT AFTUR FYRIR MIG“ Tvíburarnir Svanur og Þröstur ásamt syni Svans, honum Ara, sem fæddist tveimur vikum eftir slysið. Svanur Ingvars- son sundkappi datt niður af húsþaki og er nú latnaður fyrir neðan mitti Eftir Ellen Ingvadóttur Myndir: Hreinn Hreinsson Líf Svans Ingvarssonar, sundkappa á Selfossi, tók óvænta stefnu þann 2. september 1989, þegar hann steig einu skrefi of langt — aftur fyrir sig — og féll af húsþaki niður á steypta hellu. Hann slasaðist alvar- lega og er nú lamaður fyrir neðan mitti. Ekki vitum við fyrirfram hvaða ör- lög okkur eru sköpuð þegar við leggj- um niður fyrir okkur meginstefnuna, sem við ætlum að fylgja í lífinu. Á unglingsárunum erum við full af lífs- krafti og tilhlökkun til að takast á við viðfangsefnin sem bíða okkar, hvort sem þau eru í formi náms eða vinnu. Sjaldnast hvarflar að okkur að eitt sekúndubrotgeti íeinni svipan breytt öllum áætlunum okkar og þar með lífi okkar. Það er snjór yfir öllu þegar blaða- maður rennir í hlaðið á heimili Svans á Selfossi. „Þú þekkir húsið á því að það eru tvær spýtur ofan á tröppun- um við innganginn," sagði Svanur þegar stefnumót okkar var ákveðið — og mikið rétt, í snjónum á tröpp- unum eru tveir tréplankar hlið við hlið með bili sem nægir til að rúlla megi hjólastóli upp að dyrunum. Svanurog Þröstureru eineggjatví- burarog svo líkirað ókunnugum hef- ur reynst erfitt, ef það er yfir höfuð gerlegt, að greina á milli þeirra. Þess- ir tveir 27 ára rauðhærðu og bláeygu bræður hafa stundað sund til keppni frá því þeir komu til Selfoss með for- eldrum sínum frá Vestmannaeyjum ári eftir gos. „Það má segja að okkur hafi verið þeytt upp á land," segir Svanur og glottir. „Við höfum stundað íþróttir í 7

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.