Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 11

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 11
og tekið þau upp að nýju síðar þegar við höfum hugleitt allar hliðar." Hann segir að þeir hafi ætíð verið hvetjandi hvor við annan í íþróttun- um, „en auðvitað reyndi ég að vera betri en Þröstur þegar við lentum saman í keppni," segir hann og glottir framan í blaðamann. „Það kom fyrir að ég vann hann en yfirleitt var það á hinn veginn því Þröstur er betri sund- maður en ég. Hann er hörku keppnis- maður." Eineggja tvíburar vekja nokkra for- vitni hjá flestum og blaðamaður er engin undantekning hvað það varð- ar. Eru Svanur og Þröstur jafn líkir í hugsun og þeir eru í útliti? Svanur staðfestir það og segir að um margt hugsi þeir mjög líkt og nálgist hin ýmsu viðfangsefni á svipaðan hátt. Óhjákvæmilega þurfti Svanur að endurskoða líf sitt og áætlanir þegar hann slasaðist og tekst nú á við vandamál ólíköllu þvísem hann hef- ur tekist á við áður. „Ég hef notið mikillar hjálpar og hvatningar," segir Svanur, „en að öðrum ólöstuðum þá er mér ofarlega í huga hvernig Þröstur bróðir minn brást við. Á meðan ég var á spítalan- um og á Grensásdeildinni kom hann daglegatil mín og sat hjá mér löngum stundum. Oft var það þannig að við töluðum ekki saman heldur vorum saman í þögn. Það var eins og orð væru óþörf. Við skildum hvor annan án þess að þurfa að segja nokkuð." HELDUR ÁFRAM KEPPNI Blaðamanni er kunnugt um að Svanur hafi ekki látið deigan síga þrátt fyrir breyttar aðstæður og að hann haldi áfram að keppa í sundi. Ekki vill hann gera mikið úr því en staðfestir að í júlí sl., aðeins tíu mán- uðum eftir slysið, hafi hann tekið þátt í alþjóðlegu íþróttamóti fatlaðra í Bretlandi. „Þetta var stórt og mikið mót og keppt var í flestum íþrótta- greinum." Svanur keppti í bringu- og skriðsundsgreinum og hlaut þriðju verðlaun í 100 m bringusundi. „Mér varð það fljótlega Ijóst eftir slysið að ég yrði að halda áfram að æfa sund og það kom einhvern veginn af sjálfu sér að ég héldi áfram keppni," segir hann og bætir við: „Einu sinni íþróttamaður, alltaf íþróttamaður." I febrúar keppir Svanur á alþjóðlegu „Þröstur, bróðir minn, kom daglega til mín á spítalann og sat hjá mér löngum stundum," segir Svanur. íþróttamóti fatlaðra í Malmö í Sví- þjóð og kveðst æfa af kappi fyri r þetta mót. Ekki segist hann gera sér mjög miklar væntingar um árangur á þessu móti, „að minnsta kosti ekki svona opinberlega. Ég get hins vegar sagt þér svona í trúnaði að auðvitað vil ég vinna í mfnum greinum. Þú segir það samt engum", segir hann glettnis- lega. Degi er tekið að halla þegar viðtal- inu við Svan lýkur. Rafmagnslýsingin við útidyrnar á heimili hans kristall- ast í nýföllnum snjónum sem nú hyl- ur plankana tvo á tröppunum. „Þú ekur varlega í bæinn," segir Svanur um leið hann kveður blaðamann með glaðlegu brosi. Um leið og bíll- inn rennur úr hlaði lítur blaðamaður um öxl og sér að að góðra gestgjafa sið er Svanur enn í útidyrunum og veifar í kveðjuskyni. Ljósið í forstof- unni varpar birtu yfir íþróttamann sem geislar af lífsorku og krafti, íþróttamann í hjólastól! SKIPAGATA 4 - 600 AKUREYRI - ISLAND - SÍMI: (96) 26110 Erum í hjarta bæjarins, bjóðum uppá ódýra og góða gistingu í 1 — 3 manna herbergjum. Verið velkominn. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.