Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Page 12

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Page 12
HVER ER EFTIRSÓTTASTI LEIKMAÐUR ÚRSVALSDEILDARINNAR? Nokkrir leikmenn í úrvalsdeildinni í körfubolta svara spurningunni: „EF ÞÚ ÆTTIR ÞESS KOST AÐ STYRKJA LIÐIÐ ÞITT MEÐ TVEIMUR ÍSLENSKUM LEIKMÖNNUM - HVERJA MYNDIR ÞÚ VELJA? Texti: Þorgrímur Þráinsson SVERRIR SVERRISSON, TINDASTÓLI: JÓN KR. GÍSLASON, ÍBK: „Magnús Matthíasson úr Val myndi falla vel inn í leik- aðferðirokkar, aukþesserhann mikill baráttumaður. Það glitrar af honum leikgleðin. Síðan væri ég til í að fá Teit Örlygsson úr Njarðvík því það er hægt að segja það sama um hann. Teitur er leikmaður sem maður vill miklu frem- ur hafa með sér í liði en á móti. Hann er líka þeim kostum búinn að geta rifið upp lið þegar illa gengur. Þetta eru mínir menn." „Ég myndi vilja fá Eyjólf heim frá Stuttgart til þess að spila með okkur og einnig Pál Kolbeinsson úr KR. Það munar að mínu mati mikið um Eyjólf. Valur Ingimundar- son sagði einhverju sinni að hann væri miklu betri kört'u- boltamaður en fótboltamaður en þó er ég ekki á þeirri skoðun. Páll Kolbeinsson er leikmaður sem leikur ávallt fyrst og fremst fyrir liðsheildina og slíkir menn eru mikil- vægir." 12

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.